Sögur af landi artwork

Sögur af landi

334 episodes - Icelandic - Latest episode: about 1 year ago - ★★★★ - 2 ratings

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.

News
Homepage Apple Podcasts Google Podcasts Overcast Castro Pocket Casts RSS feed

Episodes

Sköpun

February 11, 2018 13:00 - 50 minutes

Sköpun er að sumu leiti óútskýranlegur galdur og Það se sá galdur sem við skoðum í þessum þætti. Við ræðum við dularfullan hóp kvenna sem skapar þegar andinn kemur yfir þær á Vestfjörðum. Ásrún Magnúsdóttir er danshöfundur sem segir andan koma yfir sig jafnt í heitum potti sem kjörbúðinni og Hvanndalsbræður syngja um fólk sem fer í taugarnar á þeim. Sköpun er margvísleg og illskiljanleg. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Jón Þór Kristjánsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Gerfi/Gervi

February 04, 2018 13:00 - 57 minutes

Þema þessa þáttar er margslungið. Við bregðum okkur í gerfi og sýnum þá hugsanlega á okkur nýja hlið sem er ekki alveg trú okkar innsta kjarna, ekki ekta heldur gervi. Svo getum við líka farið í leikhús og séð leikara í hinum ýmsu gerfum og hver hefur ekki sett af sér góða glansmynd á samfélagsmiðla? Svona er þá málum háttað í rafrænum gerviheimi. Innslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarson og Birna Pétursdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Smátt

January 28, 2018 13:00 - 57 minutes

Það eru mörg orðatiltæki sem segja okkur að smæðin geti verið af hinu góða. Margt smátt gerir eitt stórt, margur er knár og svo er það músin sem læðist... hún er ekki stór. Í þessum þætti verður hugað að hinu smáa. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Jón Þór kristjánsson og Sunna Valgerðardóttir.

Kímni

January 21, 2018 13:00 - 57 minutes

Tilheyrir kímni fortíðinni? Sumir tengja kímni við næmt glens á háu plani aðrir skilja ekki merkinguna. Við fáum þrjú innslög með þemanu „kímni" og látum engan slá okkur út af laginu. karlakórinn Bartónar gefur tóninn og heldur honum nokkuð vel með hnyttnum söngtextum.

Tenging

January 14, 2018 13:00 - 57 minutes

Við tengjum við hitt og þetta með ýmsum hætti. Í þessum þætti skoðum við hvernig við tengjumst innan fjölskyldunnar, heyrum ögn af sögu fjarskipta og ræðum við konu sem vinnur að því að tengja Eyjafjörð við Fnjóskadal. Þemað er tenging, innslög unnu Dagur Gunnarsson, Jón Þór Kristjánsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Nýtt

January 07, 2018 13:00 - 57 minutes

Á nýju ári fáum við ný verkefni og nýtum tímann vonandi vel. Í þessum þætti verður skoðað ýmislegt sem telst nýtt og jafnvel endurnýtt. Þemað er nýtt og þáttagerðarmenn leita fanga á ólíkustu stöðum. Í vinnustofu listamanns, á fæðingardeild og í bakaríi. Alltaf eitthvað nýtt í Sögum af landi. Innslög unnin af Degi Gunnarssyni, Höllu Ólafsdóttur og Sunnu Valgerðardóttur. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Jólaþáttur

December 17, 2017 16:05

Jólin eru þema þáttarins að þessu sinni. Við gerum úttekt á jólatónleikahaldi á Akureyri, berum saman jólahald í Litháen við hið íslenska og heyrum af undirbúningi fyrir þrjúhundruðmanna aðfangadagsveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Hetjur

December 10, 2017 13:00

Hetjur eru margvíslegar. Við ræðum við raunverulegar hetjur og ræðum einnig við Hugleik Dagsson um ímyndaðar hetjur.

Hversdagurinn

December 03, 2017 13:00

Í þessum þætti er hversdagurinn krufinn. Hvað er gott og slæmt við hann? Er hægt að skrásetja hann svo vel sé? Fötin eru góð vísbending um margt í fari manna, það getur til dæmis verið snúið að gera sér dagamun ef maður klæðist sparifötum hvunndags. Við reynum að fanga augnablikið í hversdeginum með aðstoð nokkurra viðmælenda.

Fræði

November 26, 2017 13:00

Fræði eru til margra hluta nytsamleg fyrir samfélagið og í þessum þætti er talað við margskonar fræðimenn vítt og breitt um landið. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Birna Pétursdóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Næring

November 19, 2017 13:00

Næring getur verið svo margvísleg. Það þarf að samþætta næringu bæði fyrir líkama og sál og það er að þeim vafningi sem við hugum að í þessum þætti. Innslög í þáttinn unnu þau Dagur Gunnarsson, Sunna Valgerðardóttir og Rúnar Snær Reynisson.

Íþróttir

November 12, 2017 13:00

Íþróttir eru stundaðar af mörgum landsmönnum út um allar trissur. Í þættinum skoðum ræðum við eldheita áhugamenn um nokkrar þeirra. Tvær ævafornar og eina sem hefur ekki verið stunduð nema í nokkur hundruð ár. Það er Bogfimi, bocchía og golf sem fær athygli þáttagerðarmanna að þessu sinni. Innslög í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Ævintýri

November 05, 2017 13:00

Ævintýrin gerast víða. Í raun er allt lífið eitt stórt ævintýri ef maður hugsar út í það. það er bara spurning um að vera vakandi fyrir þeim. Í þessum þætti fáum við innsýn í þrennskonar ævintýri. Heimshornaflakk býður upp á mörg ævintýri, leikhúsið og tónlistin geta líka opnað gáttir inn í heim ævintýrana. Innslög í þáttinn unnu þau Birna Pétursdóttir, Dagur Gunnarsson og Jón Þór Kristjánsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Myndlist

October 29, 2017 13:00

Litið inn á vinnustofur hjá þremur listamönnum, skrafað um innblástur, efnivið og efnistök þeirra. Myndlistin hefur trúlegast fylgt manninum frá fyrstu hellisbúunum og skyldi enginn draga mikilvægi hennar í efa. Innslög í þáttinn unnu Birna Pétursdóttir, Dagur Gunnarsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Hundar og kettir

October 22, 2017 13:00

Í þessum þætti fer allt í hund og kött. Þemað eru hundar og kettir og við þefum uppi fólk sem snýst í kringum þessi gæludýr. Hugsar um þau, þjálfar þau og þrífur. Innslög í þáttinn unnu þau Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.

Tækni

October 15, 2017 13:00

Í þessum þætti er þemað tækni. Hún er margvísleg, það þarf tækni við fiskveiðar, söng sem og ýmislegt annað. Við heyrum af uppfinningamönnum og tæknilegum lausnum á ýmsum vandamálum. Innslög gerðu Dagur Gunnarsson, Jón Þór Kristjánsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Fjör

October 08, 2017 13:00

Fjörið er til rannsóknar í þessum þætti af sögum af landi. Fjör er sem betur fer víða að finna og dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins átti ekki í neinum vandræðum með að hafa upp á því. Á Ísafirði var það í leikhúsi, á höfuðborgarsvæðinu var það í stofunni hjá Eddu Björgvinsdóttur og á Akureyri fannst það í strætó og Sjallanum.

Útlit

October 01, 2017 13:00

Útlit er þema þessa þáttar. Hvort sem það er útlit okkar mannfólksins, útlitið í loftslagsmálum eða útlit hluta sem við hönnum og smíðum. Innslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Birna Pétursdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Reynsla

September 24, 2017 13:00

Í sögum af landi að þessu sinni er fjallað um reynslu. Rætt er við fólk sem hefur margskonar reynslu. Slæma og góða. Hvort sem það er starfsreynsla, reynsla af óhöppum eða mikilli gæfu. Reynslusögur í Sögum af landi, víðsvegar af landinu í umsjón Dags Gunnarssonar.

Gull

September 17, 2017 13:00

Í þessum þætti er þemað gull. Sagt er að á menn renni æði finni þeir gull í jörðu. Sumir eru sagðir vera gull af manni og í ljós hefur komið að það eru staðir á Íslandi þar sem vel væri þess virði að vinna gullið sem þar finnst. Heyrum sögur af Íslensku gulli í sögum af landi. Innslög unnu Sunna Valgerðardóttir, Rúnar Snær Reynisson og Dagur Gunnarsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Fiskur

September 10, 2017 13:00

Fiskur. Hvar værum við Íslendingar án fisksins okkar góða? Hvað gera dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins við þemað fiskur? Í sögum af landi heyrum við að þessu sinni hvað útvarpsfólkinu dettur í hug í tengslum við fisk. Það verður grúskað í veiðum og matreiðslu og rætt við fólk sem er með ofnæmi fyrir þessu silfri hafsins. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Skóli

September 03, 2017 13:00

Í þessum þætti er þemað Skóli. Farið verður vítt og breitt, talað við nemendur í Lögreglufræðum á Akureyri og spjallað við nemendur og skólameistara Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Landssamband Ungmennafélaga eru regnhlífasamtök ungs fólks. Rætt verður við tinnu Iseban um lýðræði og leiðtogaskóla meðal annars. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Ævintýri

May 28, 2017 13:00

Ævintýrin gera stundum boð á undan sér, ólíkt slysunum. Við leitum á vit ævintýranna, hvort sem þau eru stór eða smá. Innslög gerðu: Dagur Gunnarsson, Sunna Valgerðardóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Söfn

May 21, 2017 13:00

Það safnast hlutir upp hjá okkur flestum. Sumir safna hári aðrir leggja mikið á sig við söfnun á verðmætum hver sem þau kunna að vera. Í þessum þætti ræðum við harmonikkusafnara og safnstjóra og starfsmann á Árnastofnun. Innslög unnu: Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Sund

May 14, 2017 13:00

Sund skilja að eyjar frá landi en sund sameinar fólk á Þingeyri og víðar. Heyrum sögur af sundi í þessum þætti. Innslög unnu þau Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Skemmtun

May 07, 2017 13:00

„Gangið hægt um gleðinnar dyr." Hví í ósköpunum ættum við að gera það? Spyrja sumir. Skemmtun er þema þessa þáttar. Við ræðum bæði við skemmtikrafta og kraftafólk sem stundar dyravörslu á skemmtistöðum. Skemmtun er hér skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Jóhann G. Jóhannsson segir frá því hvernig best sé að skipuleggja stóra skemmtun og þau Sesselja Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bragason syngja og tralla. Innslög í þættinum gerðu Dagur Gunnarsson, Rögnvaldur Már Helgason og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjó...

Ferðalög

April 30, 2017 13:00

Ferðalög eru margskonar. Fyrir utan lengri og skemmri ferðir er líka hægt að ferðast í huganum. Ferðalög eru þema þessa þáttar. Á Ísafirði er rætt við mann sem fer víða til að keppa í skíðagöngu, Á Akureyri er félag sem heldur utanum ferðir um hálendið og í Reykjavík hittast vinkonur og rifja upp ferðir í Selið í Ölfusi. Haukur Morthens og Ómar Ragnarsson sjá um tónlistina. Innslög í þáttinn unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Boltar

April 23, 2017 13:00

Boltar eru margskonar, flestir tengja þá við íþróttir og leiki og í þessum þætti verðum einmitt á því reiki. Við fræðumst um knattleiki fornmanna, förum í íþróttahús á Ísafirði og forvitnumst um ríginn milli Þórs og KA á Akureyri. Innslög í þáttinn unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Rögnvaldur Már Helgason. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Blár

April 09, 2017 13:00

Þessi þáttur er helgaður bláa litnum. Hugrenningatengsl okkar við bláa litinn eru mörg. Í tónlist, myndlist og mannlegum samskiptum. Við tölum við tónlista- sem og myndlistamenn og færum okkur inn í dökkbláan skugga einmannaleikans, án þess þó að dvelja of lengi. Bláar nótur, blár himinn og blámi í blómum, við höldum bláeyg út í geim. Innslög í þennan þátt unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Skel

April 02, 2017 13:00

Í þessum þætti er umfjöllunarefnið skel. Efst á baugi er skelin sem matvæli en einnig má líta á sögu hennar í leikfangalandi. Innslög í þættinum voru unnin af Degi Gunnarssyni, Höllu Ólafsdóttur og Rögnvaldi Má Helgasyni. Ævar R. Kvaran les sögu Jónasar Hallgrímssonar, Legg og skel og flutt er brot úr samnefndu lagi eftir Rafn Jónsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Sögur

March 26, 2017 13:00

Sagnalist og sögur sem birtast okkur í ýmsum myndum er umfjöllunarefnið í þessum þætti. Rætt er um ástarsögur, kjaftasögur og skemmtisögur við hina og þessa. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Göng

March 19, 2017 13:00

Í þessum þætti borum við okkur niður í jörðina, gegnum fjöll. Rekumst kannski á erfið jarðlög og hindranir af ýmsum toga. Í göngum felast augljósar samgöngubætur sem gagnast íbúum víðsvegar um land. Það má líka grafa göng í huga manns og tengja þar saman menningarheima og kannski gröfum okkar eigin huglægu göng hér í dag og gröfum jafnvel ögn undan fordómum. Hver veit. Innslög unnin af: Degi Gunnarssyni, Höllu Ólafsdóttur og Ágústi Ólafssyni. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Flug

March 12, 2017 13:00

Í dag er viðfangsefnið okkar flug og flugferðir. Við kynnumst flugsögunni í flugsafninu á Akureyri og kíkjum í heimsókn í flugturninn á Ísafirði. Við byrjum hins vegar á flugferð með Landhelgisgæslunni og tökum okkur far með TF-GNÁ og áhöfn hennar frá Nauthólsvík.

Matur

March 05, 2017 13:00

Þema þáttarins í dag er matur. Við förum í fiskbúð, í mötuneyti á fjöllum, matarmyndver og á michelinstjörnueldhús í Reykjavík. Innslög í þáttinn unnu þau Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson og Dagur Gunnarsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Heilsa

February 26, 2017 13:00

Í Sögum af landi í dag er umfjöllulnarefnið nokkuð sem flest okkar metum mjög mikils. Þar verður fjallað um heilsuna. Þórgunnur Oddsdóttir sækir heim heilsuleikskóla, Dagur Gunnarsson ræðir við hjúkrunarfræðinema og Rögnvaldur Már Helgason fer í endurhæfingu á Kristnesspítala. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Akstur

February 19, 2017 13:00

Við förum við á rúntinn, tölum við fólk um rall og akstur. Systkinin Ásta og Daníel Sigurðarbörn segja frá ást sinni á hestöflum og hraða. Hallgrímur Ólafsson rifjar upp rúntinn á Akranesi og við pöntum bíl frá Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri. Það er Gylfi Ásmundsson sem segir okkur frá þrjátíu ára starfsferli sem leigubílsstjóri.

Íhugun

February 12, 2017 13:00

„Lífið er alltaf núna,“ sagði Ásta Arnardóttir yogakennari og viðmælandi í þessum þætti af Sögum af landi. Rætt er við fólk um íhugun og núvitund og skoðað hvernig og til hvers fólk leggur höfuðið í bleyti á þennan hátt. Innslög í þáttinn unnu þau Halla Ólafsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason og DagurGunnarsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Bækur

February 05, 2017 13:00

Á tyllidögum er talað um bókaþjóðina sem býr á Sögueyjunni norður í hafi. Það er í raun merkilegt að hér skuli koma út jafnmargir bókatitlar á hverju ári og raun ber vitni og við kynnum okkur heim bóka á Íslandi í þessum þætti.

Myndir

January 29, 2017 13:00

Sögur af landi fjalla að þessu sinni um myndir. Halla Ólafsdóttir sæki ljósmyndasafn Ísafjarðar, Dagur Gunnarsson ræðir við listamenn og Rögnvaldur Már Helgason fer í myndatöku á Akureyri.

Aldur

January 22, 2017 13:00

Sögur af landi fjalla að þessu sinni um aldur. Sunna Valgerðardóttir ræðir við ungmenni á Akureyri. Ágúst Ólafsson ræðir við eldriborgara og Dagur Gunnarsson skoðar unglingsárin. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Netheimar

January 15, 2017 13:00

Í sögum af landi er litð við í Netheimum. Rætt verður um samfélagsmiðla, samskipti ungmenna á þeim, tölvuleiki og vefsíðugerð. Umsjón: Dagur Gunnarsson Innslög í þáttinn gerðu ásamt Degi þau Þórgunnur Oddsdóttir og Rögnvaldur Már Helgason

Upphaf

January 08, 2017 13:00

Þátturinn er helgaður upphafi, nýrri byrjun. Lífið getur stundum fært okkur nýtt upphaf. Við skoðum nýja byrjun þegar rof verður í hversdeginum tölum við fólk sem á ein eða annan þátt hafa þurft að takast á við nýjar aðstæður í lífinu. Innslög í þáttinn gerðu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson.

Jólastemmning

December 18, 2016 16:05

Þáttagerðarfólk Ríkisútvarpsins leitar að hinum sanna jólaanda. Hvar skyldi hann nú vera að finna? Jólin koma og undirbúningurinn er mörgum jafn mikilvægur og jólahaldið sjálft.

Vísindi

December 11, 2016 13:00

Tekinn er snúningur á því sem nokkrir vísindamenn þessa lands eru að bauka. Umbreyta fitu í eitthvað nytsamlegt, nýta orku úr vatni og beita hugarorkunni til nytsamlegra verka. Innslög í þáttinn unnu þau Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson, Rögnvaldur Már Helgason og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Hrekkir, grikkir og kímnigáfa

December 04, 2016 13:00

Þátturinn í dag er helgaður Hrekkjum, grikkjum, glensi, gríni og kímnigáfu almennt. Við gefum okkur fram við lögregluna og játum á okkur hrekki. Við tölum við prest og þungarokkara og fáum léttan brag um elsta hrekkjalóminn.

Eyjur

November 27, 2016 13:00

Sögur af landi fjalla að þessu sinni um eyjar. Það er eitthvað heillandi við eyjar, óaðgengilegar og einangraðar einfalda þær kannski lífið að einhverju leyti. Í þættinum eru nokkrar smærri eyjar sóttar heim í þættinum í dag.

Hönnun og nýsköpun

November 20, 2016 13:00

Þátturinn er helgaður hönnun og nýsköpun. Við heimsækjum hönnuði og hugum að svokölluðum sprotum í atvinnulífinu. Á Akureyri er verið að setja upp Fab-lab útibú hjá Verkmenntaskólanum. Fiskiðnaðurinn reynir stöðugt að létta störfin með vélvæðingu og föt þarf að hanna með ýmislegt í huga.

Heilbrigðismál

November 13, 2016 13:00

Þessi þáttur er helgaður heilbrigðismálum, við fáum innsýn í þann vanda sem erfiðar samgöngur valda heilbrigðisstéttum á Vestfjörðum, heyrum af flensusprautum á einkarekinni heilsugæslu og ræðum geðheilbrigðismál á Akureyrir og forvitnumst um lýðheilsuvísindi og fleira. Innslög í þáttinn unnu þau Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Sunna Valgerðardóttir. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Furðusögur og fyrirbæri

November 06, 2016 13:00

Þátturinn í dag er tileinkaður furðusögum, skrímslum og fyrirbærum sem erfitt er að festa hendur á. Hvernig verða draugasögur til? Er líklegt að slíkar sögur verði til með sama hætti í dag? Rætt er við sálarrannsakendur, næmt fólk og skrímslafræðing. Innslög gerðu: Halla Ólafsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason og Dagur Gunnarsson. Umsjón: Dagur Gunnarsson

Menntun

October 30, 2016 13:00

Í þessum þætti er spáð í þarfir nemenda í stórum sem smáum skólum og hvaða verkefni sem lærlingar í húsasmíði takast á við, hvaða húsnæði hentar tónlistarnemum og hvernig menn skipta skólaárinu í spannir á Egilsstöðum. Insslög í þáttinn gerðu Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson, Rögnvaldur Már Helgason og Þórgunnur Odssdóttir Umsjón: Dagur Gunnarsson