Latest Börn Podcast Episodes

Fjölskyldan ehf. artwork

,,Í skólanum mínum er síminn bara í körfunni"

Fjölskyldan ehf. - October 29, 2023 09:00 - 37 minutes
Margrét Pála er komin heim eftir haustfrí á Spáni og dembir sér beint í umræðu um síma, samfélagsmiðla og almenna skjánotkun ásamt Móey Pálu. Mikil umræða um símanotkun barna og ungmenna kviknaði í þjóðfélaginu í kjölfar viðtals við Þorgrím Þráinsson í Bítinu fyrr í mánuðinum. Ömmgurnar taka un...

Fjölskyldan ehf. artwork

Svarthvíta regnbogafjölskyldan

Fjölskyldan ehf. - October 08, 2023 14:00 - 53 minutes
Móey Pála og Júlíana Dögg, mágkona hennar, ákváðu með stuttum fyrirvara að taka upp þátt. Tilefnið var því miður ekki gleðilegt en David, maki Móeyar, lenti í leiðindaatviki í sundi á dögunum. Þar fékk hann að finna fyrir fordómum vegna húðlitar síns sem komu honum og fjölskyldunni allri úr jafn...

Fjölskyldan ehf. artwork

Hávaði, heyrn, heyrnarleysi og tungumál

Fjölskyldan ehf. - July 09, 2023 07:00 - 35 minutes
Doktor Valdís Jónsdóttir spjallar við Möggu Pálu í þessum þætti og það er hávaði sem þær hefja samtalið á. Þær sjálfar eru ekki með hávaða en Valdís hefur rannsakað hávaða og hvaða áhrif hann hefur á heyrn, börn, kennara og svo framvegis. Hljóðumhverfi barna er þeim báðum hugleikið og þær ræða ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Björkin fæðingarheimili

Fjölskyldan ehf. - June 25, 2023 21:00 - 54 minutes
Hrafnhildur Halldórsdóttir og Rut Guðmundsdóttir eru ljósmæður í Björkinni fæðingarheimili og viðmælendur Möggu Pálu og Móeyar Pálu að þessu sinni. Hrafnhildur og Arney Þórarinsdóttir stofnuðu Björkina árið 2017 en þær hafa sterka og skýra sýn á ferli fæðinga. Ayon Rúnar drengur Móeyar og David...

Fjölskyldan ehf. artwork

Í fréttum er það helst

Fjölskyldan ehf. - June 11, 2023 13:00 - 37 minutes
Nú eru tvö ár liðin frá síðustu þáttaseríu og þess vegna margt að frétta hjá Fjölskyldunni ehf., hænum og öllum. Magga Pála er iðin að vanda; uppbygging á heimili og fyrirtæki en henni finnst það nú ekki tiltökumál. Móey Pála er ekki síður iðin með sína ört stækkandi fjölskyldu en verkefnið sem ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Ný sería fer af stað, fleiri börn, meiri ást, meiri þreyta og flutningar!

Fjölskyldan ehf. - May 28, 2023 12:00 - 38 minutes
Fjölskyldan ehf. er mætt á ný, reynslunni og einu barni ríkari! Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um ólík og fjölbreytt verkefni fjölskyldunnar eins og t.d. flutninga og fjölskyldureit. Það er ekkert sem er fjölskyldunni óviðkomandi og fara ömmgurnar um víðan völl og ræða erfið málefni sem...

Fjölskyldan ehf. artwork

Gunnlöð Jóna ræðir skilnað, stefnumót og barneignir

Fjölskyldan ehf. - June 20, 2021 11:00 - 39 minutes
Síðasti þáttur fyrir sumarfrí hjá Fjölskyldunni ehf og ofuramman er enn fjarri góðu gamni. Móey Pála lætur sína krafta ekki eftir liggja og fær til sín  gullfallega, glæsilega og einhleypa konu í spjall. Það er Gunnlöð Jóna sem ræðir skilnað, kvíða, stefnumót, fjölskylduna og það að langa í bö...

Fjölskyldan ehf. artwork

Pálína Axelsdóttir Njarðvík og kjötát, dýraást og alls konar ást

Fjölskyldan ehf. - June 13, 2021 08:00 - 37 minutes
Amman er fjarri góðu gamni í þessum þætti en hún sinnir Hjallastefnuleikskólanum í Skotlandi. Móey Pála stýrir móðurskipinu á meðan og fær til sín góðan gest í hlaðvarp vikunnar. Það er hún Pálína Axelsdóttir Njarðvík eða fyrrum tengdasystir Móeyjar. Pálína heldur úti vinsælli Instagram síðu - ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Andrea Eyland og útópían um barnvænt samfélag

Fjölskyldan ehf. - June 06, 2021 00:00 - 36 minutes
Ömmgurnar fá til sín góðan gest í þessum þætti en það er hún Andrea Eyland í Kviknar samfélaginu. Andrea á 5 börn, rekur fyrirtæki og er framkvæmdarstjóri fjölskyldunnar sinnar. Hún ræðir um fjölskyldulífið, þriðju vaktina, sjálfsrækt, barnvænt samfélag og margt fleira. Atvinnuþátttaka kvenna ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Drengir og menn, karlmennska og ofurhetjur

Fjölskyldan ehf. - May 31, 2021 09:00 - 52 minutes
Ömmgurnar Móey Pála og Magga Pála taka veðrið í upphafi þáttar og Magga Pála ræðir hvernig lítil börn geta verið eins og barómetar eða loftþrýstingsmælar á veðurfar. Veðrið hefur vissulega áhrif á okkur öll og þá líka á samskipti okkar. Ömmgurnar ræða einmitt samskipti drengja og hvernig fullor...

Fjölskyldan ehf. artwork

Drengjauppeldi og allar sálirnar í sveitinni

Fjölskyldan ehf. - May 24, 2021 00:00 - 42 minutes
Ömmgurnar komu sér vel fyrir á meðan Adeline Brynja svaf og tóku upp þátt vikunnar. Hlustendur hafa beðið um að ýmis umræðuefni séu tekin fyrir og í þættinum var drengjauppeldi efst á baugi, í takt við umræðu samfélagsins. Margrét Pála hefur rannsakað og unnið með kynjaskipt skólastarf í fjölda...

Fjölskyldan ehf. artwork

Má bjóða þér lítinn eða stóran æfingabita?

Fjölskyldan ehf. - May 16, 2021 17:00 - 29 minutes
Kynnir þáttanna, hún Katla, er spennt að fara í sauðburð í Laxárdal og fylgjast með lífinu í sveitinni. Hlustendur fá tóndæmi úr fjárhúsunum. Ömmgurnar Magga Pála og Móey Pála spjalla um mataræði barna og hvernig sektarkennd foreldra getur tengst því. Það er þrennt sem börn gera að ágreiningse...

Fjölskyldan ehf. artwork

Sólarsamba, kvöldrútína og hænuungar

Fjölskyldan ehf. - May 09, 2021 08:00 - 36 minutes
Ömmgurnar eru í sólskinsskapi að venju og auðvitað hafa sólríkir dagar áhrif á umræðuefni þáttarins. Þær byrja á helstu fréttum af yngsta fjölskyldumeðlimnum Adeline Brynju og ræða hvernig kvöldrútínan gengur. Einnig ræða þær tungumál, tvítyngd börn og hvernig áhrif það getur haft á málþroskan...

Fjölskyldan ehf. artwork

Mannafæla eða frábærlega skynsöm snót

Fjölskyldan ehf. - May 02, 2021 11:00 - 36 minutes
Hér eru ömmgurnar sestar við hljóðnemann  og Móey Pála deilir reynslu sinni af því að vera að heiman með barnið í 10 daga. Öll rútina fór í vaskinn og unga snótin vissi ekki hvað var að gerast í þessu framandi umhverfi svo að hún hékk föst á mömmu sinni og vildi lítið brosa til frænku og frænd...

Fjölskyldan ehf. artwork

Lilja, finnst þér leiðinlegt að vera ekki afi?

Fjölskyldan ehf. - April 25, 2021 08:00 - 31 minutes
Nú er Katla komin í hlutverk þáttastjórnandans þar sem hún tekur á móti Lilju - sem er helmingurinn af "ömmu og Lilju" á Gilsbakkanum.  Móey Pála og Adeline Brynja eru staddar á Þórshöfn að hitta hálfsystur sínar - eða hálfsystur hálfsystur Kötlu. Alls kyns fjölskyldur, hálfar og heilar, stjúpt...

Fjölskyldan ehf. artwork

Stolt "brottfall", basl og betrun

Fjölskyldan ehf. - April 18, 2021 08:00 - 44 minutes
Þáttur vikunnar er tileinkaður Agnari sem er barnabarn númer tvö í Fjölskyldunni ehf. Hann fann sig ekki í framhaldsskóla en vissi ekki hvað hann vildi gera. Áfengi og gras voru freistingar sem hann féll fyrir um tíma en hvað gerði fullorðna fólkið til að styðja unga manninn? Hvað er í boði ef...

Fjölskyldan ehf. artwork

Umbun, refsing, hótanir og svipting í alvöru???

Fjölskyldan ehf. - April 11, 2021 13:00 - 39 minutes
Að venju fara ömmgurnar yfir stöðuna hjá ungu snótinni sem vex og dafnar, fær sér brauð með kæfu í morgunverð og helst vill ráða rútínu kvöldsins fyrir hönd heimilisins. Hugarstarfsemi hennar er og verður þannig næstu árin að allt er annað hvort eða - ekkert bæði og  Því fylgir að allt verður ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Koma unglingsárin með kröfum um kynlíf og neyslu?

Fjölskyldan ehf. - April 04, 2021 11:00 - 44 minutes
Að þessu sinni er það unglingurinn Lilja Björk í Fjölskyldunni ehf. sem spjallar við ömmu og Móeyju Pálu.  Hún lýsir því hvernig er að vera unglingur og spjallar opinskàtt um áskoranirnar sem því fylgja. Hvernig á að velja framhaldsskóla sem hentar? Skiptir félagslífið meira máli en námið, eða ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Koma unglingsárin með kröfum um kynlíf og neyslu?

Fjölskyldan ehf. - April 04, 2021 11:00 - 44 minutes
Að þessu sinni er það unglingurinn Lilja Björk í Fjölskyldunni ehf. sem spjallar við ömmu og Móeyju Pálu.  Hún lýsir því hvernig er að vera unglingur og spjallar opinskàtt um áskoranirnar sem því fylgja. Hvernig á að velja framhaldsskóla sem hentar? Skiptir félagslífið meira máli en námið, eða ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Sjö mánaða og stjórnar heimilinu

Fjölskyldan ehf. - March 28, 2021 13:00 - 35 minutes
Nú eru ungu foreldrarnir komnir í fyrstu uppeldisklípuna enda stækkar unga snótin og þroskast stöðugt. Hún er komin á þann aldur þar sem börn gera mikinn greinarmun á fólki sem þau þekkja og ókunnugum sem þau fara að mótmæla hástöfum. Eins vill hún ekki vera aðskilin frá mömmu sinni og það á bar...

Fjölskyldan ehf. artwork

Hlutir kosta peninga

Fjölskyldan ehf. - March 21, 2021 09:00 - 30 minutes
Ömmgurnar sátu í glænýju heimastúdíói og tóku upp þátt vikunnar í ,,heimakastinu”. Þættirnir eru orðnir 44 og brátt verður komið ár frá því hlaðvarpið Fjölskyldan ehf fór í loftið. Í tilefni þess verða m.a. gjafaleikir á Instagram og Facebook síðum Fjölskyldunnar ehf. Magga Pála og Móey Pála r...

Fjölskyldan ehf. artwork

,,Mig langaði mest að hvæsa á hann”

Fjölskyldan ehf. - March 14, 2021 10:00 - 31 minutes
Fæðingarorlof, vinnan heima, hlutverkaskipti og samvinna eru m.a. umræðuefni þáttarins að þessu sinni. Adeline Brynja er farin að una sér vel í pössun á meðan ömmgurnar spjalla og þær létu gamminn geysa í góðu og auðvitað mikilvægu spjalli. Móey Pála hefur áhyggjur af því að fara með Adeline B...

Fjölskyldan ehf. artwork

Samtöl við börn

Fjölskyldan ehf. - March 07, 2021 09:00 - 28 minutes
Ömmgurnar fóru stuttlega yfir nýjustu fréttir af Adeline Brynju í upphafi þáttar en hún er nýfarin að sitja. Einnig ræddu samtöl við börn og hvernig og hvenær við tölum við börn. Hvers vegna er mikilvægt að tala við börn? Þær ræddu einnig jarðhræringar, áhrif þeirra á börn og mikilvægi þess að...

Fjölskyldan ehf. artwork

Heilsa, veikindi og bólusetningar barna

Fjölskyldan ehf. - February 28, 2021 09:00 - 32 minutes
Móey Pála og Adeline Brynja komu með ömmu Brynju í hljóðver að þessu sinni. Hún er hjúkrunarfræðingur sem vinnur á barnaspítala Hringsins.  Mæðgurnar spjölluðu um heilsu, veikindi barna og bólusetningar. Þær ræddu hita í börnum, verkjalyf og hverju er gott að fylgjast með þegar börn eru veik og...

Fjölskyldan ehf. artwork

Rannsóknaraldur, öskudagur og afreksíþróttir

Fjölskyldan ehf. - February 21, 2021 09:00 - 40 minutes
Ungbarnasundið var á sínum stað þessa vikuna og Adeline Brynja full af orku þegar þátturinn var tekinn upp. Hún er nú orðin 6 mánaða og komin á svokallaðan rannsóknaraldur; hún skoðar allt og fylgist gaumgæfilega með umhverfinu. Rannsóknir umhverfisins fara að miklu leiti í gegnum munninn á þess...

Fjölskyldan ehf. artwork

Ungbarnasund, dulbúin uppeldisfræði

Fjölskyldan ehf. - February 14, 2021 09:00 - 26 minutes
Adeline Brynja var nýkomin úr Skálatúnslaug þegar ömmgurnar tóku upp hlaðvarp vikunnar. Þær nýttu að sjálfsögðu tækifærið og ræddu ungbarnasund og hverslags töfrastund það getur verið. Þær ræddu þroskaþjálfunina sem fer fram í sundinu, foreldrafærnina, tengslamyndunina, uppeldisfærnina og fleir...

Fjölskyldan ehf. artwork

Bræður og systur

Fjölskyldan ehf. - February 07, 2021 10:00 - 39 minutes
Adeline Brynja kom beint úr fyrsta ungbarnasundtímanum í hlaðvarpsupptöku ásamt móðurbróður sínum og mömmu. Í þessum þætti spjalla systkinin Agnar og Móey Pála um þeirra systkinasamband og hvernig það er að eiga sjö önnur systkini. Þau tala um ferðalög, afbrýðissemi, kröfur, ábyrgð, leikfélaga,...

Fjölskyldan ehf. artwork

Systkini rífast og hvað svo?

Fjölskyldan ehf. - January 31, 2021 09:00 - 50 minutes
Systkinaerjur má sennilega finna á langflestum heimilum og halda ömmgurnar áfram að kryfja þau mál. Þær spurðu fylgjendur á samfélagsmiðlum hvernig málum væri háttað hjá þeim og fengu frábærar viðtökur.  Niðurstöðurnar komu ekki á óvart; langflest systkini rífast. Þær ræddu þá hvernig er hægt ...

Fjölskyldan ehf. artwork

Systkinaátök og morðtilræði

Fjölskyldan ehf. - January 24, 2021 09:00 - 39 minutes
Adeline Brynja lék sér á gólfinu þegar Móey Pála og Magga Pála spjalla í þætti vikunnar. Þær ræddu nýjustu fréttir af Adeline Brynju, sem er orðin 5 mánaða. Hún er vön úrvalsþjónustu enda mikið af fólki sem vill halda á henni og leika við hana. Hún er athugul og forvitin um umhverfið sitt og hel...

Fjölskyldan ehf. artwork

Áföll sem kenna og hvað skiptir máli

Fjölskyldan ehf. - January 17, 2021 09:00 - 32 minutes
Móey Pála og Magga Pála halda sér í dýptinni í þessum þætti. Þær ræða það sem raunverulega skiptir máli í lífinu og hvernig harkalegar áminningar móður náttúru og lífsins sjálfs geta hjálpað okkur að setja hlutina í samhengi. Móey Pála deilir átakanlegri reynslu með hlustendum þegar hún blinda...

Related Börn Topics