Sögur af landi artwork

Sögur af landi

334 episodes - Icelandic - Latest episode: about 1 year ago - ★★★★ - 2 ratings

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.

News
Homepage Apple Podcasts Google Podcasts Overcast Castro Pocket Casts RSS feed

Episodes

Heimsóknir í Minjasafnið á Austurlandi og Hallormsstaðaskóla

March 17, 2023 15:03 - 50 minutes - 93.3 MB

Það má segja að sjálfbærni sé rauður þráður í gegnum efni þáttarins. Við heimsækjum Safnahúsið á Egilsstöðum og forvitnumst um sýninguna Sjálfbær eining sem er ein af fastasýningum Minjasafns Austurlands. Það er Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafnsins sem segir frá. Því næst höldum við í heimsókn í Hallormsstaðaskóla og ræðum þar við Bryndísi Fionu Ford skólameistara og Dagrúnu Drótt Valgarðsdóttir, en Dagrún er ein af nemendum skólans og hefur í gegnum nám sitt þróað ýmsar drykkj...

Djúpivogur, Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður

March 10, 2023 15:03 - 50 minutes - 87.7 MB

Í janúar 2023 fór umsjónarmaður Sagna af landi í ferðalag um nokkra firði Austurlands. Við hefjum ferðalagið á Djúpavogi þar sem við lítum í kaffi til þeirra Willam Óðins Lefever og Grétu Mjallar Samúelsdóttur, sem reka þar fyrirtæki sem býr til sterkar sósur. Því næst er ferðinni heitið á Breiðdalsvík þar sem við hittum hjónin Helgu Hrönn Melsteð og Ingólf Finnsson, sem reka bifreiðaverkstæði og ferðaþjónustu auk þess að sinna sjúkraflutningum. Já það eru margir hattar á þeim hjónum. Að lok...

Sjóslys á Halamiðum

February 24, 2023 15:03 - 50 minutes - 90.4 MB

Við rifjum upp sjóslysið þegar Krossnes SH-308 frá Grundarfirði fórst á Halamiðum en þann 23. febrúar 2022 voru þrjátíu ár síðan togarinn fórst. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Hafsteinn Garðarsson var skipstjóri á Krossnesi þegar skipið fórst. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir settist niður með Hafsteini, sem starfar nú sem hafnarstjóri í Grundarfirði, sem rifjaði upp þessa örlagaríku ferð. Þátturinn var áður á dagskrá 22. apríl 2022. Efni í þáttinn vann Elsa María Guðlaugs ...

Söguskilti um Jón lærða, framtíðin í Reykhólahreppi og Edinborgarhúsið

February 17, 2023 15:03 - 50 minutes - 87.7 MB

Við verðum að mestu á Vestfjörðum í þætti dagsins. Heyrum af framtíðarsýn ungmenna í Reykhólahreppi, það eru þau Kristján Steinn Guðmundsson fulltrúi í ungmennaráðinu og Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi sem segja frá. Við fræðumst líka um starfsemi Edinborgarhússins á Ísafirði þegar Ingi Björn Guðnason leiðir okkur um húsið. En við byrjum hins vegar á Austurlandi. Þar fræðumst við um verkefni sem Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur staðið að, sem er að setja upp söguskilti nærri búsetustö...

Skjaldborgarbíó og heimsókn í Fljótsdal

February 03, 2023 15:03 - 50 minutes - 92 MB

Við verðum á Vestfjörðum og Austurlandi í þætti dagsins. Ágúst Ólafsson brá sér á Patreksfjörð og forvitnaðist þar um Skjaldborgarhúsið, þar sem rekið er kvikmyndahús og er Lionsklúbburinn á staðnum helsti bakhjarlinn. Það er Davíð Rúnar Gunnarsson sem segir frá húsinu. Því næst er ferðinni heitið í Fljótsdalinn þar sem við fáum að kynnast rekstri ólíkra fyrirtækja. Rúnar Snær Reynisson heimsækir fyrirtækið Skógarafurðir og forvitnast um starfsemi þess hjá Bjarka M. Jónssyni. Að lokum skoðum ...

Sprenging við Mývatn, veitingastaðurinn Teni og ástarsaga að austan

January 20, 2023 15:03 - 50 minutes - 90.6 MB

Í þættinum rifjum við upp sprenginguna við Miðkvíslarstíflu, heimsækjum veitingastaðinn Teni á Blönduósi og heyrum ástarsögu að austan. Þátturinn var áður á dagskrá 9. júlí 2021. Efni í þáttinn unnu Úlla Árdal, Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sauðfjárverndin, síldarstúlkur og Eiðabruninn

January 06, 2023 15:03 - 50 minutes - 91 MB

Í þætti dagsins fjöllum við um Eiðabrunann 1960, skoðum merkilega ljósmynd á Síldarminjasafninu á Siglufirði og forvitnumst um starfsemi sauðfjárverndarinnar. Þátturinn var áður á dagskrá í Sögum af landi 9. apríl. 2021. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

30.12.2022

December 30, 2022 15:03

Saga Helgu Ruth Alfreðsdóttur

December 30, 2022 15:03 - 50 minutes - 89.7 MB

Minningar af aðventu og stríðsárum: Í þessum þætti ætlum við að ferðast aftur í tímann og til Þýskalands stríðsáranna. Við förum í fylgd með Helgu Ruth Alfreðsdóttur en hún býr á Egilsstöðum þar sem hún starfaði lengi sem íþróttakennari. Rúnar Snær Reynisson hitti Helgu þar sem hún var við sína uppáhaldsiðju; að baka hið þýska Stollen-brauð fyrir jólin. Þátturinn var frumfluttur í Sögum af landi 13. desember 2019. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Stefnubreyting í lífinu, söngur í Kjósinni og hetjudáðir á stríðstímum

December 16, 2022 15:03 - 50 minutes - 93.4 MB

Í þættinum í dag heyrum við sögu tveggja kvenna. Þuríður Helga Kristjánsdóttir segir frá stefnubreytingu í sínu lífi þegar hún ákvað að segja upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar til að sinna öðrum hugðarefnum. Síðan heyrum við Ágústu Oddsdóttur segja frá bókinni Þegar Kjósin ómaði af söng þar sem fjallað er um samfélagið í Kjósinni og öflugt söngkórastarf sem starfrækt var þar á síðustu öld. Í lok þáttar rifjum við upp viðal frá árinu 2017 þar sem Magnús Pálsson fr...

Einn efnilegasti listskautari landsins

December 09, 2022 15:03 - 50 minutes - 94.8 MB

Við endurflytjum viðtal við einn efnilegasta listskautara landsins, Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur frá Möðrudal á Fjöllum. Við heyrum af skautaferli Ísoldar Fannar og bataferli hennar eftir að hafa gengist undir umfangsmikla aðgerð fyrir um einu ári. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Ísold Fönn á Akureyri í maí á þessu ári. Halla Ólafsdóttir setti saman. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Fáskrúðsfjörður, unglingamenning og uppistand

December 02, 2022 15:03 - 50 minutes - 95 MB

Fáskrúðsfjörður, unglingamenning og uppistand eru umfjöllunarefni þáttarins. Við byrjum á að forvitnast um nýja bók Smára Geirssonar um sögu Fáskrúðsfjarðar frá landnámi, því næst endurflytjum við viðtal við Heklu Sólveigu Magnúsdóttur um hvernig er að vera unglingur á Akureyri. Að lokum er rætt við Bjarna Hafþór Helgason um sögustundina Hristur ekki hrærður, þar sem hann segir persónulegar og húmorískar sögur í sínu lífi. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Anna Þorbjörg Jónasdóttir ...

Hvernig útsýnisskífa verður til

November 25, 2022 15:03 - 43 minutes - 79.7 MB

Þáttur dagsins er helgaður útsýnisskífum, eða hringsjám eins og þær eru líka kallaðar, og gerð þeirra. Í byrjun september fóru nokkrir félagar í Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs í leiðangur upp á topp Hafnarfjalls. Tilgangurinn var að gera mælingar og skyssur fyrir útsýnisskífu sem stendur til að koma fyrir efst á fjallinu. Með í leiðangrinum var Jakob Hálfdanarson og aðstoðarmaður hans en Jakob hefur komið að gerð ótal útsýnisskífa sem finna má um allt land. Í þættinum er rætt við Jakob um þá...

Borðeyri við vestanverðan Hrútafjörð

November 18, 2022 15:03 - 51 minutes - 93.8 MB

Borðeyri er eitt fámennasta þorp landsins en þar búa um 10 íbúar. Í þættinum er flakkað um þetta litla þorp sem er eins og gluggi inn í liðna tíð. Við ræðum meðal annars við sagnfræðinginn Vilhelm Vilhelmsson sem hefur kynnt sér náið sögu Borðeyrar, ræðum einnig við Kristínu Árnadóttur íbúa á Borðeyri um elsta hús plássins, svokallað Riis-hús. Sláum svo á þráðinn til tónlistarkonunnar Ásbjargar Jónsdóttur en fjölskylda hennar hefur undanfarið unnið að endurbótum á einu hússanna á staðnum. Að ...

Akureyri.net tveggja ára, frumkvöðlar á Ísafirði og kúabóndinn Herdís

November 11, 2022 15:03 - 50 minutes - 92.3 MB

Við skreppum í fjós, forvitnumst um frumkvöðlafyrirtæki á Ísafirði og heimsækjum eina minnstu ritstjórnarskrifstofu landsins í þætti dagsins. Við byrjum á að heimsækja blaðamanninn Skapta Hallgrímsson og fræðast um svæðismiðilinn Akureyri.net, sem fagnar um þessar mundir tveggja ára afmæli. Því næst endurflytjum við viðtal Höllu Ólafsdóttur við Dóru Hlín Gísladóttur þróunarstjóra frumkvöðlafyrirtækisins Keracis á Ísafirði. Viðtalið var fyrst flutt hér í Sögum af landi í febrúar 2022. Að lokum...

Ráðskonur í sveit, eldsmiður og ungt fólk á uppleið

November 04, 2022 15:03 - 50 minutes - 85.7 MB

Ráðskonur, eldsmíði og ungir á uppleið eru til umfjöllunar í þætti dagsins. Við hefjum ferðalag á heimsókn til Dalrúnar Kaldkvísl Eygerðardóttur sagnfræðings og forvitnumst um rannsóknir hennar á ráðskonum í sveit á síðari hluta 20. aldar. Því næst rifjum við upp viðtal Dags Gunnarssonar frá árinu 2018 þar sem rætt var við Hall Karl Hinriksson myndlistarmann og eldsmið sem var við störf í eldsmiðju Eldsmíðafélags Suðurlands. Að lokum kíkjum við í ræktina á Dalvík, þar sem hópurinn Ungt fólk á...

Hilmar Friðjónsson kennari og Verslunarminjasafnið á Hvammstanga

October 28, 2022 15:03 - 50 minutes - 91.6 MB

Í þættinum verður fjallað um kennslu og verslunarsögu. Við hefjum þáttinn á spjalli við stærðfræðikennarann Hilmar Friðjónsson, sem lagt hefur áherslu á að þróa nýjar og óhefðbundnar leiðir til að auðvelda nemendum stærðfræðinámið. Í lok þáttar er svo ferðinni heitið á Hvammstanga þar sem við fræðumst um Verslunarminjasafnið þar í bæ. Það er Þuríður Þorleifsdóttir staðarhaldari sem leiðir okkur um safnið en þar er fjallað um verslunarsögu Hvammstanga og hægt að versla handverk af heimafólki. ...

Clyne Castle. Verksmiðjan í Djúpuvík. Leikfangasöfnun

October 21, 2022 15:03 - 50 minutes - 94.3 MB

Í þætti dagsins er endurflutt efni frá 2020 og 2011. Rætt var við Ólafíu Herborg Jóhannsdóttur sem eignaðist bréfabunka ömmu sinnar þegar hún var ung og hefur árum saman grúskað í þeim og skrifað sögu hennar, Herborgarsögu. Þá hefur hún safnað heimildum um tilraunir afa síns, Valdórs Bóassonar, til að ná togaranum Clyne Castle á flot, en sá togari strandaði í apríl árið 1919 á Bakkafjörum í Öræfum. Auk þess verður rifjað upp viðtal Péturs Halldórssonar við Skúla Alexandersson, sem fæddist í...

Hús og fólk á Eyrinni, handverkskona og sögur sunnan jökla

October 14, 2022 15:03 - 50 minutes - 86.7 MB

Við hefjum þáttinn á ferðalagi um Oddeyrin á Akureyri og forvitnumst um fyrirhugaða bók um hús og fólk á Eyrinni. Þau Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson standa að verkefninu. Því næst er ferðinni heitið til handavinnukennarans og leiðsögumannsins Ragnheiðar S. Jóhannsdóttur á Hvammstanga sem býður upp á handverksferðir og námskeið fyrir erlenda ferðmenn. Að lokum verður flutt brot úr þættinum Sunnan jökla frá 1979 í umsjón Magnúsar Finnbogasonar þar sem rætt er við þá Sigurð...

Kvenfélagið Eining, Mótorhjólasafn, síðasta aftakan á Austurlandi

October 07, 2022 15:03 - 50 minutes - 92.4 MB

Ýmiskonar grúsk verður til umfjöllunar í þætti dagsins. Við byrjum á að slá á þráðinn til kvenfélagskonunnar Margrétar Tryggvadóttur á Hvolsvelli og hún segir frá handverkssýningunni Margt verður til í kvennahöndum sem Kvenfélagið Eining setti upp í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Við ferðumst einnig aftur í tímann og heyrum viðtal frá árinu 1979. Þar ræðir Magnús Finnbogason við Kristínu Guðmundsdóttur um starfsemi Kvenfélagsins Einingar en þá var Kristín formaður félagsins. Því ...

Svavar Knútur, flutningar á Laugarbakka, búseta í Grímsey

September 30, 2022 15:03 - 50 minutes - 95.4 MB

Við veltum fyrir okkur búsetu í þessum þætti. Við byrjum á að heimsækja söngvaskáldið Svavar Knút sem nýlega flutti ásamt fjölskyldunni til Akureyrar. Því næst er ferðinni heitið á Laugarbakka þar sem við hittum hjónin Ólínu Sófusdóttur og Einþór Skúlason sem nýlega fluttu á Laugarbakka og byggðu þar hús. Við heyrum líka í dóttur þeirra hjóna, Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur, sem var sú fyrsta úr fjölskyldunni að flytja á svæðið. Að lokum höldum við til Grímseyjar þar sem við hittum fyrir útger...

Hvanneyri, Tónlistarskóli Borgarfjarðar, Háskólinn á Hólum

September 23, 2022 15:03 - 50 minutes - 89.5 MB

Í þættinum verður forvitnast um starfsemi þriggja menntastofnana. Við heimsækjum fyrst Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Raghildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands segir okkur frá staðnum og starfsemi safnsins. Því næst er ferðinni heitið í Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ræðum þar við Árna Frey Jónsson tónlistarkennara en hann fer fyrir nýjum áfanga við skólann sem nýtir hljóðver sem hljóðfæri. Að lokum er ferðinni heitið á Hóla í Hjaltadal þar sem Hólmfríður S...

23.09.2022

September 23, 2022 15:03

Skógfræðingurinn Hrefna Jóhannesdóttir og organistinn Torvald Gjerde

September 16, 2022 15:03 - 50 minutes - 91.2 MB

Ævistarf tengir saman efni þáttarins, auk þess sem Noregur tengir viðmælendur þáttarins sterkt saman. Við byrjum í heimsókn hjá skógarbóndanum Hrefnu Jóhannesdóttur á Silfrastöðum í Skagafirði, en Hrefna ákvað snemma að gera skógræktina að sínu ævistarfi. Því næst kynnumst við organistanum og kórstjórnandanum Torvald Gjerde sem stendur nú á tímamótum eftir að hafa starfað sem organisti við Egilsstaðakirkju í rúm 20 ár. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Ums...

Heilandi hljómplata, álfasetur og hjónin á Illugastöðum

September 09, 2022 15:03 - 50 minutes - 94.1 MB

Við förum í þrjár heimsóknir í þættinum. Byrjum á að banka upp á hjá tónlistarkonunni Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur sem nýverið gaf út sína aðra hljómplötu, því næst er ferðinni heitið á bæinn Arnarnes við utanverðan Eyjafjörð þar sem við hittum á Eygló Jóhannesdóttur en hún starfrækir þar gistiheimili og álfasetur. Að lokum bregðum við okkur að orlofsbyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal og ræðum þar við hjónin Jón Þóri Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir en þau hafa haft umsjón með orlof...

Á slóðum Moniku á Merkigili

September 02, 2022 15:03 - 50 minutes - 92.6 MB

Þáttur dagsins er helgaður alþýðuhetjunni Moniku Helgadóttur og heimaslóðum hennar, Merkigili í Austurdal í Skagafirði. Sögu Moniku þekkja margir. Bóndinn, ekkjan, íslenska sveitakonan sem bjó ásamt átta börnum sínum, sjö dætrum og einum syni, á afskekktum bæ í innsveitum Skagafjarðar, í Austurdal, þar sem Austari-Jökulsá rennur straumþung niður. Hrikaleg gljúfur og gil einkenna landslagið og samgöngur að bænum voru erfiðar, jafnvel lífshættulegar, sérstaklega þegar farið var um hið hrikalega...

Sumar: Húsmæðraskólinn Ósk og Hveragerðisskáldin

August 26, 2022 15:03 - 50 minutes - 89.9 MB

Í þessum áttunda og síðasta sumarþætti Sagna af landi þetta sumarið ætlum við skyggnast aðeins aftur í tímann. Við höldum vestur á Ísafjörð því að í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur verið sett upp sýning um fyrra hlutverk hússins, um Húsmæðraskólann Ósk. Við hittum Albert Eiríksson sem vann að sýningunni og fyrrverandi nemanda skólans, Geirþrúði Charlesdóttur. Við höldum svo á flakk um Hveragerði. Síðasta vetur hitti Gígja Hólmgeirsdóttir sagnfræðinginn Njörð Sigurðsson sem segir meðal annars...

Sumar: För Hólmfríðar Völu yfir Grænlandsjökul

August 19, 2022 15:03 - 50 minutes - 94.8 MB

Þessi sjöundi sumarþáttur Sagna af landi er helgaður einu viðfangsefni en við rifjum upp för Hólmfríðar Völu Svavarsdóttur yfir Grænlandsjökul. Hólmfríður Vala var í hópi átta leiðangursfara og gekk frá vesturströnd Grænlands yfir á Austurströndina á vormánuðum og hélt rafræna dagbók á leiðinni. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

Sumar: Þolreið á hestum, útfararþjónusta og Akranesviti

August 12, 2022 15:03 - 50 minutes - 96.8 MB

Í þessum sjötta sumarþætti Sagna af landi ætlum við að kynnast nokkrum hugsjónaverkefnum. Við byrjum í Reykjavík þar sem við hittum Anítu Margréti Aradóttur, hestakonu, sem hefur tekið þátt í þolreiðum á hestum erlendis og undirbýr nú slíka keppni á Íslandi. Þá höldum við á Skagaströnd þar sem Anna Þorbjörg Jónasdóttir ræddi við hjónin Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur og Jón Ólaf Sigurjónsson slökkviliðsstjóra sem reka útfararstofu í frítíma sínum. Og að lokum sláumst við í för með Elsu Maríu Guðl...

Sumar: Bjössaróló, Stella í Heydal og Örlygur Hnefill og Eurovision

August 05, 2022 15:03 - 50 minutes - 97.5 MB

Í þessum fimmta sumarþætti Sagna af landi hittum við fólk sem hefur ráðist í nokkuð sérstök verkefni. Við höldum í Borgarnes og hittum Ríkharð Mýrdal Harðarson sem fer nú fyrir endurbótum á hinum þekkta Bjössaróló. Þá hittum við Stellu Guðmundsdóttur, ferðaþjónustubónda, sem hefur staðið vaktin í Heydal í Ísafjarðardjúpi í um 20 ár. Og að lokum höldum við til Húsavíkur þar sem Örlygur Hnefill segir okkur frá Eurovisionsafninu og -ævintýrinu mikla. Efni í þáttinn unnu: Elsa María Guðlaugs D...

Sumar: Þrjátíu ár síðan Krossnes fórst á Halamiðum

July 29, 2022 15:03 - 49 minutes - 90.4 MB

Í þessum fjórða sumarþætti Sagna af landi rifjum við upp frásögn Hafsteins Garðarssonar af því þegar skuttogarinn Krossnes fórst á Halamiðum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann en þann 23. febrúar síðastliðinn voru þrjátíu ár síðan togarinn fórst. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

Sumar: Hekla Sólveig, Hanin og Yaqeen og Anton Líni

July 22, 2022 15:03 - 50 minutes - 94.8 MB

Í þessum þriðja sumarþætti Sagna af landi rifjum við upp sögur af ungu fólki. Anna Þorbjörg Jónasdóttir fór í göngutúr með Heklu Sólveigu Magnúsdóttur, unglingi á Akureyri, sem er í hljómsveitinni Brenndu bananarnir. Þá höldum við vestur á Ísafjörð þar sem systurnar Hanin og Yaqeen Al-Saedi sækja nám við menntaskólann. Þær eru frá Írak og fluttu til landsins í hópi flóttafólks eftir að pabba þeirra hafði verið rænt. Og að lokum rifjum við upp viðtal Óðins Svans Óðinssonar við Anton Lína Hreið...

Sumar: Pylsumenning Akureyringa, Saltfiskur og Bókakaffi í Fellabæ

July 15, 2022 15:03 - 50 minutes - 88.5 MB

Í þessum öðrum sumarþætti í Sagna af landi rifjum við upp sögur tengdum mat - og allskonar mat. Við höldum með Þórgunni Oddsdóttur í nokkrar bílalúgur á Akureyri og kynnum okkur pylsumenningu Akureyringa, allt frá djúpsteiktum pylsum með frönskum kartöflum til eldfjallapylsu í svörtu brauði. Svo höldum við með Ágústi Ólafssyni út Eyjafjörð og á Hauganes hann hitti Elvar Reykjalín þar sem þeir ræddu saltfisk og ferðamennsku ? en aðallega saltfisk. Og að lokum höldum við í Bókakaffi í Fellabæ...

Sumar: Elíza Newman, Satu Rämö og Páll A. Pálsson

July 08, 2022 15:03 - 50 minutes - 97.8 MB

Í þessum fyrsta sumarþætti rifjum við upp sögur tengdum listafólki í þremur landshlutum. Við förum með Gígju Hólmgeirsdóttur í heimsókn til tónlistarkonunnar Elízu Newman sem býr í Höfnum á Reykjanesskaga. Við höldum svo til Ísafjarðar þar sem við hittum finnska rithöfundinn Satu Rämö, sem situr sjaldan auðum höndum. Og við höldum svo til Akureyrar þar sem við bregðum okkur í ljósmyndatöku hjá Páli A. Pálssyni og spurning hvort við getum skipt á myndatöku og svo sem einni vísu. Efni í þátti...

Matargjafir, snjóflóðaleitarhundur og nytjamarkaður Rauða krossins

July 01, 2022 15:03 - 50 minutes - 88 MB

Við hittum þrjá einstaklinga og einn hund, í þremur landshlutum, sem eru virk í sjálfboðaliðastarfi. Við byrjum á Akureyri þar sem við hittum Sigrúnu Steinarsdóttir Ellertsen sem hefur haldið úti Facebook-síðunni Matargjafir á Akureyri og nágrenni í átta ár. Og frá Akureyri höldum við til Flateyrar en eftir að snjóflóð féll á Flateyri í janúar 2020 ákvað Konráð Ara Skarphéðinsson að þjálfa hundinn sinn, Ask, sem snjóflóðaleitarhund. Að lokum höldum við svo á nytjamarkað Rauða krossins á Egils...

01.07.2022

July 01, 2022 15:03

Vaðlaheiðargöng og Öll vötn til Dýrafjarðar

June 24, 2022 15:03 - 50 minutes - 87.6 MB

Við ætlum að velta aðeins fyrir okkur jarðgöngum og afleiddum áhrifum þeirra. Ein umdeildustu jarðgöng landsins, Vaðlaheiðargöng, voru opnuð fyrir umferð í lok árs 2018. Ágúst Ólafsson slóst í för með Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga, inn í sólarlandahitann í göngunum. Við höldum svo vestur á Þingeyri. Með tilkomu Dýrafjarðarganga og bættum vegasamgöngum á Dynjandisheiði er ljóst að ýmislegt hefur breyst, og gæti breyst enn frekar, fyrir þorpið. Þingeyri hefur undanfarin á...

Útihátíðir í Húsafelli og í Atlavík

June 10, 2022 15:03 - 50 minutes - 97.4 MB

Það er komið sumar og sumrinu fylgja tjaldútilegur og ferðalög og margir vita ekkert skemmtilegra en að taka þátt í útihátíðum. Og útihátíðir eru sannarlega ekki nýjar af nálinni. Við rifjum upp tvær sögufrægar útihátíðir. Húsafellsmótin voru haldin á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar í nokkur ár og frægasta hátíðin var árið 1969. Þá voru Íslendingar um tvö hundruð þúsund og talið er að um tuttugu þúsund manns hafi verið á þessari einu hátíð. Við hittum Þorvald Jónsson sem þekkti vel til...

10.06.2022

June 10, 2022 15:03

Hólmfríður Vala á ferð yfir Grænlandsjökul

June 03, 2022 15:03 - 51 minutes - 94.4 MB

Við sláumst í för með Hólmfríði Völu Svavarsdóttur í átta manna leiðangur yfir Grænlandsjökul sem tók 31 dag. Við heyrum ferðasöguna og heyrum brot úr dagbókarfærslum Hólmfríðar Völu á jöklinum en hún tók upp á símann sinn það sem á daga hennar dreif. Tónlistin í þættinum er með grænlensku hljómsveitinni Nanook og tæknimaður þáttarins var Lydía Grétarsdóttir. Efni í þáttinn vann Halla Ólafsdóttir og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

Ungur klifrari, þolreiðar og Varðveislumenn minjanna

May 27, 2022 15:03 - 48 minutes - 88.8 MB

Við hittum fólk sem stundar nokkuð óvenjulegar íþróttir eða áhugamál. Klettaklifur verður þó æ vinsælla og á hug hinnar 15 ára Sylvíu Þórðardóttur allan. Elsa María hitti Sylvíu á klifuræfingu á Smiðjuloftinu á Akranesi. Svo forvitnumst við um keppni í þolreiðum á hestum. Aníta Margrét Aradóttir, hestakona, hefur sjálf tekið þátt í þolreiðum erlendis og undirbýr nú slíka keppni á Íslandi í sumar. Og að lokum höldum við norður í Eyjafjörð þar sem Ágúst Ólafsson kynnti sér félagsskap sem kallar...

Áratugir á sjó, kynslóðaskipti í sveit, tímamót á Svalbarðseyri

May 20, 2022 15:03 - 50 minutes - 96.4 MB

Við hittum fólk sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Vélstjórinn Þór Ólafur Helgason fór sinn síðasta túr á togaranum Júlíusi Geirmundssyni fyrir skömmu en hann starfaði á Júlíusi, gamla og nýja, frá 1986. Við hittum hann um borð í Júlíusi á Ísafirði. Þá höldum við í sauðburð í Öxnadal og hittum feðginin Jónínu Þórdísi Helgadóttur og Helga Steinsson bændur á Syðri-Bægisá. Þar starfa þau saman og spurning hvort ein kynslóð fari að taka við af annarri. Og að lokum höldum við á Þórisstaði á S...

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir listdansskautari frá Möðrudal

May 13, 2022 15:03 - 51 minutes - 94.6 MB

Við kynnumst einum efnilegasta listdansskautara landsins Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur frá Möðrudal á Fjöllum. Við heyrum af frækilegum skautaferli Ísoldar Fannar og af bataferli hennar en fyrir hálfu ári gegst hún undir umfangsmikla aðgerð vegna sjaldgæfs sjúkdóms sem hafði plagað hana um margra ára skeið. Efni í þáttinn vann Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Halla Ólafsdóttir

Sjóferðir, Skógarböðin og útfararþjónusta á Skagaströnd

May 06, 2022 15:03 - 50 minutes - 95.3 MB

Við hittum fólk sem hefur tekst á við ný verkefni á síðustu tveimur árum eða svo. Á Ísafirði er fyrirtækið Sjóferðir starfrækt sem sinnir siglingum um Djúp, í Vigur og í friðlandið á Hornströndum. Í miðjum heimsfaraldri tóku nýir eigendur við fyrirtækinu og við hittum Henný Þrastardóttur annan af eigendunum. Þá höldum við í Eyjafjörð þar sem Skógarböðin opna verða opnuð á næstunni. Óðinn Svan Óðinsson settist niður með verktakanum Finni Aðalbjörnssyni sem hefur staðið í ströngu við verkið. Og...

BSO á Akureyri, reykhús við Mývatn og þúsund ára skipulag

April 29, 2022 15:03 - 50 minutes

Við kynnum okkur staði og hefðir sem eiga sér langa sögu, en þó mjög mislangar. Á dögunum var tilkynnt að fjarlægja bæri hús Bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri sem á sér 60 ára sögu. Við hittum Margréti Imsland, framkvæmdastjóra BSO. Þá höldum við í reykhús á Skútustöðum við Mývatn en það er áratuga hefð að reykja Mývatnssilung. Ágúst Ólafsson hitti Gylfa bónda á Skútustöðum. Og að lokum stökkvum við aftur í tímann og kynnum okkur skipulagsmál fyrir þúsund árum og heyrum af kenningum Páls Pá...

Þrjátíu ár síðan Krossnes frá Grundarfirði fórst á Halamiðum

April 22, 2022 15:03 - 49 minutes - 91.1 MB

Við rifjum upp sjóslysið þegar Krossnes SH-308 frá Grundarfirði fórst á Halamiðum en þann 23. febrúar síðastliðinn voru þrjátíu ár síðan togarinn fórst. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Hafsteinn Garðarsson var skipstjóri á Krossnesi þegar skipið fórst. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir settist niður með Hafsteini, sem starfar nú sem hafnarstjóri í Grundarfirði, sem rifjaði upp þessa örlagaríku ferð. Efni í þáttinn vann Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjón: Halla Ólaf...

Grænkeraostar, bókakaffi og pylsumenning Akureyringa

April 08, 2022 15:03 - 52 minutes - 96.5 MB

Við gæðum okkur á allskonar mat í dag. Í Hveragerði er fyrirtækið Live-food að koma sér fyrir með grænkeraostagerð. Við hittum Erlend Eiríksson, matreiðslumann sem stendur að verkefninu ásamt Fjólu Einarsdóttur. Við höldum svo úr Hveragerði norður á land þar sem við hittum Serenu Pedrana sem töfrar fram gómsætar kræsingar á Bókakaffi á Akureyri og að lokum skellum við okkur á rúntinn í nokkrar bílalúgur á Akureyri og fáum okkur eina pylsu eða tvær ? enda akureyskar pylsur alveg sér á báti. E...

01.04.2022

April 01, 2022 15:03

Húsmæðraskólinn Ósk og Örlygur Hnefill og Eurovision-safnið

April 01, 2022 15:03 - 49 minutes - 90.7 MB

Við förum á tvær sýningar, hvora í sínum landshlutanum. Í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur verið sett upp sýning um fyrra hlutverk hússins, um Húsmæðraskólann Ósk. Skólinn var stofnaður á Ísafirði 1912 og var starfræktur allt til ársins 1990 og frá 1948 í húsinu sem nú hýsir tónlistarskólann. Við hittum Albert Eiríksson sem hefur unnið að sýningunni, fyrrum nemanda skólans, Geirþrúði Charlesdóttur og skólastjóra tónlistarskólans Bergþór Pálsson. Þá höldum við norður á Húsavík ? á allt öðruví...

Snjóflóð á Reykhólum, mat á snjóflóðahættu í dreifbýli

March 25, 2022 15:03 - 51 minutes - 94.5 MB

Við rifjum upp snjóflóð sem féll á bæinn Grund í Reykhólasveit þann 18. janúar 1995. Flóðið lenti á útihúsum bæjarins þar sem tveir feðgar sinntu skepnum sínum. Faðirinn lést en sonurinn bjargaðist úr flóðinu tæpum tólf tímum síðar. Við hittum bræðurna Unnstein Hjálmar, sem lenti í flóðinu, og Guðmund Ólafssyni sem bjuggu á bænum þegar snjóflóðið féll og búa enn. Við höldum svo norður í land þar sem við hittum feðgana Svein Brynjólfsson og Brynjólf Sveinsson sem að vinna nú að því að meta s...