Smá pláss artwork

Smá pláss

49 episodes - Icelandic - Latest episode: over 4 years ago - ★★★★★ - 7 ratings

Smá pláss er feminíski áttaviti RÚV núll. Allt um óþægileg stefnumót, svikaraheilkennið og plássið sem má taka eða gefa eftir í almannarými. Smá pláss er á hverju miðvikudagskvöldi á RÚV núll streyminu klukkan 21 og stýrist af Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sunnu Axels.

Society & Culture
Homepage Apple Podcasts Google Podcasts Overcast Castro Pocket Casts RSS feed

Episodes

18. Vitaverðirnir á Flannan eyjum

January 20, 2020 08:30

Flannan-eyjur eru örlítill eyjaklasi sem tilheyrir Ytri-Suðureyjum í Skotlandi - varla meira en sker og hólmar sem rísa upp úr Norður-Atlantshafi. Þar eru engir mannabústaðir og engin mannvirki að finna fyrir utan það að á einni eyjunni, þeirri stærstu, stendur viti. Í þessum vita gerðist dularfullur atburður í desembermánuði árið 1900. Í miklu illviðri slökknaði á vitanum og þrír vitaverðir hurfu sportlaust. Hrifsaði sjórinn mennina til sín - eða gerðist eitthvað ennþá verra á þessum afskekk...

17. Týnda borgin í Amazon

January 13, 2020 08:30

Árið 1925 lagði breski landkönnuðurinn Percy Fawcett af stað inn í Amazon-regnskóginn í Brasilíu í leit að rústum höfuðborgar horfinnar siðmenningar, sem hann kallaði týndu borgina Zetu. Þessarar borgar er einungis getið í einu gulnuðu handriti frá átjándu öld, en Fawcett var handviss um að hana væri að finna einhverstaðar djúpt inni í regnskógarþykkninu - og varð heltekinn af þeirri tilhugsun um að sjá borgina með eigin augum.

16. Líkið í álminum

January 06, 2020 08:30

Vorkvöld eitt árið 1943 voru nokkrir táningspiltar á flækingi um skóg í nágrenni borgarinnar Birmingham í Bretlandi, í leit að fugslhreiðrum. En í stað hreiðra fundu þeir beinagrind ungrar konu, sem var falin inni í holum álmi í útjaðri skógarins. Nokkru síðar birtust svo torkennilegt veggjakrot í bæjum í nágrenni skógarins og ljóst einhver vissi meira um líkið í álminum en hann lét uppi. Rannsókn lögreglu stóð í áratugi, og komu þar við sögu nornir, njósnarar og kabarettsöngvarar.

15. Dauðsfallið á Suðurskautslandinu

December 30, 2019 08:30

Það er varla nokkur staður á jörðinni afskekktari og einangraðri en Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu. Yfir heimskautaveturinn er þar stöðugt myrkur, stöðugt hvassviðri og svo mikið frost að enginn flugvél getur lent þar. Þeir vísindamenn sem þar dvelja yfir vetrartímann búa í því algerri einangrun og kolniðamyrkri mánuðum saman, og eiga sér engrar undankomu auðið. Það var eina slíka eilífa vetrarnótt sem dularfullt dauðsfall átti sér stað í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni.

14. Aleppó handritið

December 23, 2019 08:30

Eitt dýrmætasta fornhandrit Gyðingdómsins, sem talið er vera eitt fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er, Aleppó-handritið, er geymt við stranga öryggisgæslu í neðanjarðarhvelfingu á þjóðminjasafni Ísraelsríkis í Jerúsalem. Handritið er kallað Aleppó-handritið því í meira en sex hundruð ár geymdu Gyðingar í sýrlensku borginni Aleppó handritið eins og sjáaldur augna sinna.

13. Eitraða konan

December 16, 2019 08:30

Kvöld eitt árið 1994 veiktust tugir starfsmanna á bráðamóttöku sjúkrahúss í Kaliforníu, fengu heiftarleg flog og misstu meðvitund í hrönnum. Veikindi þeirra virtust tengjast komu ungrar krabbameinssjúkrar konu á bráðamóttökuna fyrr um kvöldið. Grunur lék á að einhverskonar dularfullar eiturgufur hafi lagt frá konunni, en enginn botn fékkst í málið fyrr en kjarnefnafræðingar voru fengnir til rannsóknar.

12. Morðið við refaturninn

December 09, 2019 08:30

Á köldum vetrarmorgni í janúar 1937 fannst illa útleikið lík ungrar, evrópskrar stúlku í útjaðri gömlu Peking. Rannsókn lögreglu á dauða hennar bar lítinn árangur, enda voru flestir Pekingbúar frekar með hugann við yfirvofandi innrás Japana en dularfullan dauðdaga ungrar stúlku. En faðir hennar, fyrrverandi konsúll á áttræðisaldri, gafst ekki svo auðveldlega upp.

11. Konan í Ísdalnum

December 02, 2019 08:30

Á fallegum vetrardegi 1970 rakst maður á göngu um Ísdalinn í nágrenni Bergen á illa brunnið lík konu í fjallshlíðinni. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að mánuðina fyrir andlát sitt hafði konan ferðast vítt og breitt um Noreg og Evrópu, en notast á ferðum sínum við ótal mismunandi fölsk nöfn og fölsuð skilríki.

10. Skrímslið með 21 andlit

November 25, 2019 08:30

Leðurblakan fjallar um eitt furðulegasta sakamál í sögu Japans. Í sautján mánuði, árin 1984 og 1985, hélt dularfullur óvættur sem kallaði sig Skrímslin með 21 andlit japönsku samfélagi í heljargreipum. Skrímslið svokallaða herjaði á japanskar sælgætisgerðir og matvælafyrirtæki, rændi forstjórum þeirra og kveikti í verksmiðjum, og laumaði sælgætismolum með blásýru í búðir.

9. Morðin í Hinterkaifeck

November 18, 2019 08:30

Í byrjun þriðja áratugarins, á miklum ólgutímum í Þýskalandi, fundust lík sex manna fjölskyldu á litlum bóndabæ þeirra í Bæjaralandi. Öll höfðu þau verið myrt, og það sem vakti hvað mestan óhug var að morðinginn virtist hafa setið um fjölskylduna, legið í leyni á bænum og jafnvel dvalist þar eftir að morðin voru framin.

8. Hvarf Michaels Rockefellers

November 11, 2019 08:30

Árið 1961 hvarf ungur Bandaríkjamaður sportlaust langt inni í regnskógi Nýju Gíneu, á yfirráðasvæði herskárrar frumbyggjaþjóðar sem fáir Vesturlandabúar höfðu heimsótt áður. Ungi maðurinn hét Michael Rockefeller og var sonur ríkisstjóra New York og verðandi varaforseta Bandaríkjanna, og langafabarn eins ríkasta manns sögunnar.

7. Morðin við Bodom-vatn

November 04, 2019 08:30

Leðurblakan fjallar um eitt óhugnanlegasta morðmál í sögu Finnlands, sem aldrei hefur verið leyst þrátt fyrir áralanga rannsókn. Ókunnur maður réðst þá á fjóra unglinga sem sváfu í tjaldi við Bodom-vatn, friðsælt stöðuvatn í nágrenni Helsinkis, snemma á sjöunda áratuginum. Þrír unglingar voru myrtir en sá fjórði komst með naumindum lífs af.

6. þáttur - Bókaþjófurinn í Stokkhólmi

October 28, 2019 08:30

Árið 2003 komst upp um ótrúlegan bókaþjófnað frá Konunglega-bókasafninu í Stokkhólmi. En atburðarásinni var ekki lokið þar, því fyrst átti eftir að verða dauðsfall.

5. þáttur - Draugaskipið Mary Celeste

October 21, 2019 08:30

Í þessum þætti Leðurblökunnar siglum við með mannlausa draugaskipinu Mary Celeste frá New York að Ítalíu

4. þáttur - Líkið á ströndinni

October 14, 2019 08:30

Leðurblakan flýgur að ströndu Ástralíu en þar fannst lík. Við sögu kemur persnesk ljóðabók og ferðataska í hólfi á lestarstöð.

3. þáttur - Leyndarmál Glamis-kastala

October 07, 2019 08:30

Leðurblakan í dag flýgur um dimma ganga Glamis-kastala í Skotlandi en margir trúa að kastalinn búi yfir hræðilegum leyndardómum

2. þáttur - Morðið á Mary Rogers

September 30, 2019 08:30

Í þessum þætti Leðurblökunnar fjallar Vera Illugadóttir um morðið á Mary Rogers í New York en það hefur verið óupplýst í ríflega 170 ár.

1. þáttur - Talnastöðvar

September 23, 2019 08:30

Í afkimum stuttbylgju útvarpsins má stundum heyra upplestur einkennilegra talnaruna á hinum ýmsu tungumálum. Stöðvarnar sem útvarpa rununum eru kallaðar talnastöðvar og enginn veit í raun og veru hver útvarpar þeim eða hvaðan. Mjög sennilegar kenningar eru þó á lofti um tilgang þeirra.

Smá jól

December 26, 2018 21:00

Sunna og Elín elska jólin en hafa of oft orðið jólastressinu að bráð. Þær ræða um samviskubit, veganjól og pressuna sem fylgir oft jólunum um að allt þurfi að vera baðað fullkomnun og hamingju. Þetta er síðasti þátturinn í bili og því líta Sunna og Elín yfir farinn veg og rifja upp góðar stundir á Smá Pláss árinu sem er að líða.

Klausturmálið

December 19, 2018 21:00

Sunna og Elín hafa setið tímunum saman á bar en hafa þrátt fyrir það aldrei gerst sekar um hatursorðræðu gagnvart samstarfsfólki sínu og minnihlutahópum. Sunna og Elín ræða um #klausturgate og viðbrögð þeirra sem komu að því máli. Þær ræða samsæriskenningar, kerfisbundna kvenfyrirlitningu, viðbrögð skeleggra kvenna við upptökunum og hvort þjóðkjörnir fulltrúar geti komist upp með svona hegðun.

Polish Women in Iceland, with Anna Marjankowska

December 12, 2018 21:00

Sunna and Elín live in Iceland, which is also home to just over 17,000 Polish immigrants. Anna Marjankowska, board member of the Efling trade union, joins Smá Pláss this week to talk about Polish women in Iceland, the issues they face, such as employment below their qualifications, and getting stuck in certain sectors of work. Sunna, Elín and Anna discuss the Women's Day Off, Polish stereotypes, reasons for moving to Iceland and how Icelanders can welcome Polish immigrants in a more enthusias...

Konur af erlendum uppruna með Claudie Wilson

December 05, 2018 21:00

Sunna og Elín eru Íslendingar, en u.þ.b. 12% Íslendinga eru innflytjendur. Konur af erlendum uppruna eru oft í viðkvæmri stöðu, eins og sást á sögum þeirra í #metoo-byltingunni. Þessar konur hafa oft ekki stórt félagslegt bakland og verða gjarnan fyrir fordómum. Í þokkabót eru þær oft háðar ofbeldismönnum sínum um skjól og jafnvel dvalarleyfi á Íslandi. Gestur þáttarins er Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, en hún flutti til Íslands frá Jamaíka fyrir 17 árum. Hún hefur m.a. sérhæft sig í mál...

Kynsegin með Vallý

November 28, 2018 21:00

Sunna og Elín eru sískonur. Fólk sem er ekki sís býr margt hvert við fordóma og áreiti, og ekki síst misskilning. En samhliða því að sumstaðar sé mikið bakslag í réttindum hinsegin fólks er algengara og algengara að fólk vandi sig að kynja fólk rétt og venji sig á ný fornöfn. Íslenskan er smám saman að aðlagast með ýmsum nýyrðum (hýryrðum) og kynsegin fólk fær að skilgreina sig eins og þeim sýnist. Gestur þáttarins að þessu sinni er Valgerður Hirst Baldurs, sem er kynsegin, þ.e. upplifir sig...

Klám

November 21, 2018 21:00

Sunna og Elín hafa séð klám, enda er það svo aðgengilegt í dag að það er varla hægt að komast hjá því. Klám er farið að hafa stórtæk áhrif á ungt fólk, og þá sérstaklega stráka, sem alast upp með internetið við höndina og sjá klám jafnvel sem einu kynfræðsluna sem er í boði. Þetta hefur áhrif á tengslamyndun, sjálfsmynd og samskipti kynjanna. Þessi sort af klámi er þó ekki sú eina sem er í boði, enda er femínískt klám vaxandi bransi. Sunna og Elín ræða um klámkynslóðina, Eriku Lust og áhrif ...

Fávitar

November 14, 2018 21:00

Sunna og Elín lenda stundum í fávitum. Fávitar eiga það til að senda fólki óumbeðnar typpamyndir, hótanir og svívirðingar á netinu. Kynferðisleg áreitni grasserar á samfélagsmiðlum og lítið virðist vera gert í því eins og er. Sólborg Guðbrandsdóttir, gestur þáttarins, heldur úti Instagram-reikningnum Fávitar, þar sem hún deilir skjáskotum af kynferðislegri áreitni á netinu. Sunna og Elín ræða við hana um ástæðurnar á bak við svona hegðun, mikilvægi þess að halda umræðunni áfram og hvernig hæg...

Þungunarrof

November 07, 2018 21:00

Sunna og Elín vilja eiga sjálfsákvörðunarrétt yfir sínum eigin líkama undantekningalaust. Það inniheldur réttinn til að taka ákvörðunina um að rjúfa þungun, sama hvað ástæður liggja þar að baki. Sunna og Elín ræða nýtt frumvarp um þungunarrof á Íslandi, viðmót samfélagsins, þungunarrof á grundvelli fæðingargalla og fólkið sem sér þungunarrof sem barnamorð. Frétt RÚV um nýtt frumvarp varðandi þungunarrof http://www.ruv.is/frett/heimilt-verdi-ad-eyda-fostri-til-22-viku Um þungunarrof og frumvar...

Móðurhlutverkið

October 31, 2018 21:00

Sunna og Elín eiga engin börn. Þær hafa hins vegar heyrt alls konar hluti um hvernig það er að eiga börn og finnst móðurhlutverkið oft vera baðað óraunhæfum ljóma. Gert er ráð fyrir því að allar konur vilji og muni eignast börn og séu náttúrulega víraðar/hæfar til þess að vita hvernig á að fara að því, allt frá meðgöngu til uppeldis. Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og móðir, er gestur þeirra að þessu sinni. Þær ræða saman um leyfið sem fólk gefur sér til að snerta og tala um líkama...

Sjálfsfróun og fullnægingar

October 24, 2018 21:00

Sunna og Elín fá stundum fullnægingar - stundum í einrúmi og stundum með öðrum. Sjálfsfróun er tabú, ekki síst fyrir konur, enda hefur kynhegðun kvenna löngum verið sett í skammarlegt samhengi. Sunna og Elín ræða titrara, píkur, viðhorf gagnvart sjálfsfróun í gegnum tíðina og allar mýturnar sem helvítið hann Freud setti fram um fullnægingar kvenna. Er sjálfsfróun hættuleg? Vísindavefurinn https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5071 Stunda önnur dýr sjálfsfróun? Vísindavefurinn https://www.vi...

Líkamsvirðing

October 17, 2018 21:00

Sunna og Elín eru með líkama og hafa frá byrjun fengið mjög skýr skilaboð frá samfélaginu um hvernig þeir eigi að líta út. Líkamar sem uppfylla ekki þessi skilyrði verða enn fyrir aðkasti og lýsingarorðið „feitur“ er hlaðið öðrum og verri merkingum. Gestur Sunnu og Elínar er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um Líkamsvirðingu. Þær ræða saman um réttlætingu á fitufordómum, líkamsvirðingu á instagram, sjúkdómsvæðingu holdafars og útvötnun hugtaksins „body positivity“. Tara Margrét ...

Nauðgunarmenning

October 10, 2018 21:00

Sunna og Elín verða varar við nauðgunarmenningu daglega. Hún er stórt vandamál á Íslandi sem og annarsstaðar. Nauðgunarmenning kristallast í því þegar konum er ekki trúað þegar þær segja frá, þegar þolendum er kennt um ofbeldið sem þau verða fyrir og þegar gert er lítið úr alvarleika kynferðisofbeldis. Þær ræða um Dr Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh, birtingarmyndir nauðgunarmenningar í poppkúltúr, ósnertanleika forréttindafólks og leiðirnar sem við getum farið til þess að sporna við ...

Fötlun og femínismi

October 03, 2018 21:00

Sunna og Elín njóta ýmissa forréttinda. Þeirra femínismi á ekki við alla, t.d. eru fatlaðar konur með önnur forgangsatriði og sjónarhorn í sinni baráttu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er gestur þáttarins að þessu sinni en hún hefur lagt ómælda vinnu í að fræða almenning um fötlunarfordóma og ableisma. Hún ræðir við Sunnu og Elínu um lífið í hjólastól, birtingarmyndir fatlaðra sem vinalaus grey í bíómyndum, aðstoð án samþykkis, áætlaðan hetjuskap fatlaðra og óaðgengilegan femínisma. Inga ...

Tvískinnungar

September 26, 2018 21:00

Sunna og Elín fá allt önnur viðbrögð frá samfélaginu en karlar fyrir sömu hegðun. Tvískinnungar (e. double standards) leynast víða. Karlar mega eldast, konur eiga að halda sér í formi tvítugrar konu út ævina og lita á sér hárið þegar það gránar. Lauslátir karlmenn eru folar, konur sem haga sér eins eru druslur. Konur sem skipta um bleyjur á börnunum sínum eru að gera það sem er búist við af þeim, karlar sem gera það sama eru ótrúlega góðir pabbar. Þessi tvískipting samfélagsins og afleiðingar...

Femínismi í framhaldsskólum

September 19, 2018 21:00

Sunna og Elín byrjuðu í menntaskóla fyrir 10 árum. Á þeim tíma var drusluskömmun daglegt brauð og að skilgreina sig sem femínista var félagslegt sjálfsmorð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og kvenréttindabarátta fengið meira pláss í meginstreyminu. Beyoncé skilgreinir sig opinberlega sem femínista og fólk í framhaldsskólum í dag er mun opnara fyrir málstaðnum. En er feminísmi orðinn jafn vinsæll og raun ber vitni eða er mögulegt að fólk sé að skilgreina sig sem femínista en haga s...

Kynlíf

September 12, 2018 21:00

Sunna og Elín hafa virkilega gaman af kynlífi eins og svo margir aðrir. Þær hafa lært margt á upp á eigin spýtur enda var kynfræðslan sem þær fengu á uppvaxtarárunum ekki upp á marga fiska. Aukin fræðsla um samþykki og líkamsstarfssemi kvenna hefði t.d. komið sér sérstaklega vel! Indíana Rós Ægisdóttir, mastersnemi í kynfræði, spjallar við þær um mýtuna um meyjarhaftið, typpamiðaðar kynlífsstellingar, réttu sleipiefnin, G-blettinn og vanrækslu snípsins.

Gerendur

September 05, 2018 21:00

Sunna og Elín eru hluti hins fjölmenna hóps kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi af hálfu karla. Gerendur kynbundins ofbeldis eru ýmist fordæmdir eða fyrirgefið gjörsamlega af samfélaginu og eru jafnvel andlit fyrirtækja, tónlistarhátíða, kvikmynda og leikhúsa. Skuggalegir nauðgarar í húsasundum eru taldir hin verstu skrímsli en hvað með góðlega menn sem leyna á sér og axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum? Gestur þáttarins er Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sunna, ...

Átröskun og samfélagið

August 29, 2018 21:00

Sunna og Elín búa í samfélagi sem verðlaunar átraskanir. Í þætti vikunnar ræða þær við Ölmu Mjöll Ólafsdóttur, sviðshöfund og listakonu, sem opnaði sig nýlega um baráttu sína við átröskun. Þær spjalla um útlit sem mælikvarða á virði kvenna, innri Gollum-röddina sem segir okkur að grennast, hollustu sem vopn og það hvernig samfélagið upphefur skaðleg skilaboð um kvenlíkamann. Grein Ölmu Mjallar, Átröskun í sjúku samfélagi https://stundin.is/grein/7279/atroskun-i-sjuku-samfelagi/ Tónlistarmyndb...

Konur á skjánum

August 22, 2018 21:00

Sunna og Elín horfa stundum á bíómyndir og þætti. Þeim finnst samt alltaf eins og söguþræðirnir séu einsleitir og kvenpersónurnar ófrumlegar og einfaldaðar. Hvað ef fleiri konur gerðu bíómyndir? Elín og Sunna ræða Bechdel-prófið, nauðgunarmenningu sem rómantík, Reese Witherspoon og það hvernig James Bond er sama um samþykki. Movies by Her http://moviesbyher.com/ What it's Like to be a Woman in Hollywood - Naomi McDougall Jones https://www.ted.com/talks/naomi_mcdougall_jones_what_it_s_like_to...

Skaði

August 15, 2018 21:00

Sunna og Elín eru gagnkynhneigðar sískonur og njóta forréttinda sem slíkar. Þær hefur lengi langað að stækka sjónarhorn þáttarins og gestur þeirra að þessu sinni er Skaði Þórðardóttir. Þær ræða saman um lífið á hormónum, viðhorfsbreytingar gagnvart hinsegin fólki á síðustu 25 árunum eða svo, kynhegðun höfrunga og múrverk.

Femínismi 101

August 08, 2018 21:00

Sunna og Elín eru ennþá að berjast fyrir réttindum kvenna - en af hverju? Er nokkuð eitthvað misrétti á Íslandi? Er jafnrétti ekki bara náð? Sunna og Elín taka fyrir grundvallaratriði femínisma í eitt skipti fyrir öll. Þær útskýra að launamunur kynjanna sé staðreynd, femínistar hati ekki alla karlmenn og það sé í raun langt í land hvað varðar kynjajafnrétti, á Íslandi sem og annars staðar. Hættið síðan að treysta á tilfinningavinnu kvenna og gúglið þetta bara.

Túr

August 01, 2018 21:00

Sunna og Elín fara á túr einu sinni í mánuði og finnst það frekar glatað. Margar konur burðast með skömm hvað varðar blæðingar og hafa notað öll trixin í bókinni til að fela þær fyrir fólkinu í kringum sig. Elín og Sunna skila skömminni og ræða bleikan skatt, pillupásur, súkkulaði, ónýtar nærbuxur, kynlíf á túr og fleira.

Auglýsingar

July 25, 2018 21:00

Sunna og Elín eru ekki nógu góðar EN hér er vara sem þær geta keypt til að verða betri, grennri og með lengri augnhár! Þáttur vikunnar er um auglýsingar og hvernig enginn getur staðist skilaboðin sem þær lauma inn i undirmeðvitundina daglega. Það nýjasta er að auglýsa allt sem valdeflandi í tilraun til að fá unga woke femínista til að kaupa dót og líða vel með það. Sunna og Elín ræða laumuhýsla, Fiji-eyjar og túrbumbur og reyna að finnast allar myndir af sér vera góðar myndir.

Stefnumótamenning

July 18, 2018 21:00

Sunna og Elín ákveða að taka léttara umræðuefni í kjölfar síðustu þátta sem fjölluðu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Þær ákveða að ræða um skemmtilega hluti eins og hækkaða standarda, ástríðufullt samþykki og sænskt ljóðskáld, en nauðgunarmenningin er fljót að setja grátt ský yfir umræðuefnið. My Dad Wrote A Porno http://www.mydadwroteaporno.com/ I Am a Tinder Guy Holding a Fish and I Will Provide for You https://www.newyorker.com/humor/daily-shouts/i-am-a-tinder-guy-holding-a-fish-and-i...

Stafrænt kynferðisofbeldi

July 11, 2018 21:00

Sunna og Elín fá til sín Huldu Hólmkelsdóttur sem leitaðist við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í BA-ritgerðinni sinni “Syndir holdsins“ árið 2016. Sunna, Elín og Hulda ræða um stafrænt kynferðislegt áreiti, nektarmyndir, dick-pics, gauramenningu og hvernig lögin í dag ná ekki utan um stafræna kynferðisofbeldið. Hulda segir þeim frá æskuvinkonu og frænku sinni Tinnu Ingólfsdóttur sem varð fyrir grófu stafrænu kynferðisofbeldi þegar að nektarmyndir sem hún tók 13 ára voru settar í drei...

Kynferðisleg áreitni

July 04, 2018 21:00

Sunna og Elín hafa eins og svo margar aðrar konur verið áreittar kynferðislega ótal sinnum. Þrátt fyrir alla umræðuna sem hefur vaknað upp á síðkastið eru margir sem gera lítið úr slíkri áreitni, normalísera hana eða trúa einfaldlega ekki að hún sé til. Sunna og Elín segja frá ástarbréfum frá viðskiptavinum, „fyndnum“ yfirmönnum, götuáreiti og fleiru - og þetta er ekki nema brotabrot af því sem bara þær tvær hafa lent í.

Svikaraheilkennið

June 27, 2018 21:00

Sunna og Elín upplifa sig stundum sem svikara. Loddaralíðanin á það til að laumast upp að þeim eins og gremlins og telja þeim trú um að þær hafi komist áfram í lífinu óvart eða með svikum, en ekki á eigin verðleikum. Þrátt fyrir grillheila Elínar ræða þær um fimm mismunandi tegundir svikaraheilkennis, Arnold Schwarzenegger og að missa kúlið.

Taka pláss

June 20, 2018 21:00

Sunna og Elín mega taka smá pláss! Konum er frá unga aldri kennt að vera hljóðlátar, hlýðnar og til friðs og að gera helst aldrei mistök. Á meðan fá strákar að hafa hátt og taka áhættur. Það er ekki auðvelt að aflæra þessa hegðun en Sunna og Elín gera sitt besta, auk þess sem þær ræða launahækkanir, kraftpósur og bikinirassa í SMÁ PLÁSS vikunnar.

Karlmennskan

June 13, 2018 21:00

Sunna og Elín spjalla við Þorstein V Einarsson, upphafsmann #karlmennskan-byltingarinnar, um skaðlega karlmennsku, samkennd, naglalakk og meint hlutverk kynjanna. Þorsteinn segir frá hvernig karlmennskan hefur haft áhrif á sig og hvernig hún getur þróast út í að hafa skaðleg áhrif. Hún hefur vald til að móta hegðun karlmanna á einsleitan hátt en á sama tíma virðist þurfa lítið til að ógna henni. Elín, Sunna og Þorsteinn ræða m.a. um stereótýpur, tilfinningar, dyggðir og orðfæri í umræðum um f...

Trúverðugleiki kvenna

June 06, 2018 21:00

Sunnu og Elínu finnst eins og stundum sé ekki tekið mark á því sem þær segja. Hversu oft hafa þær lent í aðstæðum þar sem frásögn þeirra er dregin í efa? Hversu oft hafa þær komið með hugmynd upp á borðið en einhvernvegin virðast hún ekki komast til skila fyrr en karlmaður endurtekur eða tekur undir hana? Hversu algengt er að afskrifa skoðanir, frásagnir og framkomu kvenna sem tilfinningasemi, hysteríu og fáfræði? Elín og Sunna ræða óttann við að segja frá ofbeldi og áreitni í samfélagi sem s...

Samviskubit

May 30, 2018 21:00

Sunna Axels og Elín Elísabet eru með samviskubit. Samviskubitið er daglegt brauð, sama hvort það er yfir því að fara of seint að sofa, hafa of litla kynhvöt eða of mikla, vera með vesen, hafna fólki, gera of miklar kröfur, vera ekki nógu kvenleg, vera of kvenleg, segja eitthvað asnalegt, vera ekki nógu dugleg og auðvitað yfir því að tala út frá sjálfri sér í útvarpi allra landsmanna. Sunna og Elín fara um víðan völl í umræðunni um samviskubit. Þær ræða um systurnar fjórar: meðvirkni, sektarke...

Twitter Mentions

@cardsagsthrsmt 1 Episode
@kynsegin 1 Episode