Já elskan artwork

Já elskan

130 episodes - English - Latest episode: 3 months ago -

Ef þig langar að hlusta á eitthvað smá uppbyggilegt, pínu fyndið og sturlað skemmtilegt þá ertu á réttum stað!
Kristjana Benediktsdóttir og Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir leiða ykkur í gegnum allt og ekkert.

Comedy Society & Culture
Homepage Google Podcasts Overcast Castro Pocket Casts RSS feed

Episodes

127. PIP brjóstapúðamálið

January 18, 2024 21:57 - 58 minutes - 133 MB

Á árunum 2000-2010 fengu um 400 íslenskar konur brjóstafyllingar frá framleiðandanum Poly Implant Protése eða PIP brjóstapúðar. Það sem þessar 400 konur áttu sameiginlegt var að þær vissu ekki að notað var iðnaðarsílikon í brjóstapúðana í staðin fyrir læknisfræðilegt sílikon.

126. Helena - ”Þar kynntist maður viðbjóði manneskjunnar”

November 29, 2023 19:47 - 1 hour - 169 MB

Helena Jónsdóttir er mögnuð fyrirmynd sem hefur farið í um 8 verkefni fyrir Lækna án landamæra. Hún vann á spítala í Afganistan þangað til eina nóttina þegar hún fékk tilkynningu um neyðarrýmingu af því að bandaríski herinn var að fara að sprengja spítalann upp. Hún vann í Cairo á viðbragðsmiðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis og pyntinga. Hún vann í Yemen á ungbarnadeild þar sem hungursneyð varð ungabörnum að falli. Helena lýsir því hvernig þú ert undirbúin áður en þú ferð í verkefni, hv...

125. Sleep paralysis.. eða hvað?

November 18, 2023 08:59 - 1 hour - 154 MB

Natan kíkti í heimsókn til mömmu sinnar í nokkra daga. Þau áttu góðan tíma saman, elduðu góðan mat, hlógu og nutu samveru hvors annars. Síðustu nóttina þá upplifði Natan það sem hann þekkti sem Sleep paralysis. En var þetta sleep paralysis eða var þetta eitthvað annað? Endilega túniði inn með okkur stöllum og komiði með okkur í langferð um draugaslóðir. Ps. Sá einhver Kristjönu í Landanum?

124. Snapchat vísbendingin

October 26, 2023 22:13 - 1 hour - 143 MB

Það þurfti bara eitt screenshot af Snap Maps til að vinda ofanaf hrottalegu morði á hjónum í blóma lífsins. Say no more. Myndir á instagram!

123. Banvænt Live stream

October 18, 2023 22:14 - 1 hour - 156 MB

Nasubi var tvítugur grínisti frá Japan sem þurfti að þola hræðilega einangrun í 15 mánuði. Hann var nýútskrifaður úr menntaskóla og var að reyna að meika það í skemmtanabransanum, þegar hann fór í prufur fyrir raunveruleikaþátt sem átti eftir að breyta lífi hans. Nasubi þurfti að þola hræðilega kúgun og misrétti, en hinum megin við sjónvarpskjáinn hló og skemmti sér heil þjóð af því að jú, öll Japan fylgdist með honum. Myndir og myndbönd á Instagram!!

122. Dauðvona höfundur Greys Anatomy

October 12, 2023 20:50 - 50 minutes - 115 MB

Elisabeth Finch var einn af 17 handritshöfundum Greys Anatomy en á meðan hún skrifaði fyrir Greys gekk hún í gegnum mikil veikindi og áföll í persónulega lífinu og notaði þau sem söguþráð í þættina. En var hún dauðvona? Myndir og fleira á instagram!

121. International Girl Watching Society

October 05, 2023 22:25 - 1 hour - 147 MB

International Girl watching society var í alvörunni til. Karlmenn hittust, fylgdu ákeðnum reglum og horfðu á stelpur. Það fór svo allt úr böndunum þegar ein super bomba mætti á Wall Street, 21 árs gömul stelpa sem gerði ekkert annað en að labba í vinnuna. Kíkið á instagram fyrir myndir - Já elskan

120. Lets not meet

September 28, 2023 22:09 - 1 hour - 178 MB

Ingibjörg er á faraldsfæti eins og vanalega og því er þátturinn símaþáttur en hann er samt ekki af verri endanum; r/LetsNotMeet: A place to read spine-tingling, unusual, terrifyingly true stories about people you never want to meet again.

119. Bavaria Village - Kommúna frá helvíti

September 07, 2023 21:50 - 1 hour - 181 MB

Colonia Dignidad sem seinna fékk nafnið Bavaria Village var einangruð byggð í Chile sem leit út fyrir að vera paradís en þar sem hryllingur átti sér stað bakvið luktar dyr. Enginn komst þaðan út né inn, börn voru tekin af foreldrum sínum og ofbeldi, pyntingar og morð voru þar daglegt brauð. Maðurinn á bak við þetta var hrottalegur Þjóðverji sem flúði til Chile undan ásökunum um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ekki missa af ferðalagi dagsins eða eins og Jón nokkur Ársæll sagði fyrr á dögunum, k...

118. MK-Ultra - Hugarstjórnun CIA

August 29, 2023 20:51 - 58 minutes - 135 MB

MK-Ultra Project var verkefni á vegum CIA sem snerist um það að eyða algjörlega huga fólks og endurforrita hann. Meðferðirnar sem notaðar voru voru til dæmis að setja fólk í dá með ofskömmtun lyfja og spila fyrir þau á repeat "mamma þín hatar þig". Fórnarlömbin vissu ekki að þau væru tilraunardýr. Klikkað.

117. Svifvængjaflugslys

August 22, 2023 21:26 - 51 minutes - 117 MB

Ewa Wiśnierska var í svifvængjaflugi þegar hún lendir í ómögulegu uppstreymi þrumuskýs. Ewa finnur ísél á stærð við appelsínur dynja á sér og verður naumlega fyrir eldingum. Hún skýst ofar en skýin, missir meðvitund og frýs næstum í hel. Þetta er ótrúlega sagan af Ewu og hvernig hún barðist við að lifa af í skýjunum þar til….. Við stöllur erum mættar aftur á fóninn, í þetta skiptið erum við back for good. Við erum hættar að tjilla á sundlaugarbökkum en segjum frá afdrifaríkum síðastliðnum m...

116. Stórslysið í Karabískahafinu

June 21, 2023 19:00 - 1 hour - 172 MB

Fyrir rúmu ári síðan, þann 25. febrúar, lentu 5 kafarar í stórslysi þegar þeir voru við störf í Karabískahafinu. Þeir mættu þennan morgunn alsaklausir í vinnuna en aðeins einn komst aftur heim til fjölskyldunnar sinnar. Video á Instagram - Já elskan Við hættum að spjalla á 36 mínútu ef þú nennir ekki að hlusta á ramblið í okkur.

115. Blæti sem leiðir til dauða

June 15, 2023 08:00 - 1 hour - 90.2 MB

🚨 Ekki fyrir viðkvæma - þessi þáttur inniheldur lýsingar á pyntingum, morði og barnaklámi.  Sharon Lopatka var með óvenjulegt blæti. Hún vildi ekkert meira en að fá hina endanlegu fullnægingu með því að vera pyntuð og drepin. Í þessum þætti gluggum við inn í heilan á Sharon og förum yfir það hvernig kynferðisleg löngun hennar þróaðist með árunum. 

114. Barnið sem fannst 51 ári síðar

June 09, 2023 22:09 - 1 hour - 191 MB

Melissu Highsmith var rænt aðeins 22 mánaðar gamallri. 51 ári síðar eða þann 28. nóvember síðastliðinn fannst hún.  Myndir á instagram!

113. Histeríur

June 02, 2023 17:21 - 21 minutes - 49.9 MB

Ingibjörg fer yfir ótrúlegar histeríur í einum stuttum og sykursætum þætti. Það er svo sem ekkert meira um það að segja en þið eruð best takk bæ.

112. WE ARE BACK

June 02, 2023 14:30 - 1 hour - 162 MB

Lastu fyrirsögnina eins og við værum að öskra hana? Það er gott því við erum svona peppaðar að vera mættar aftur eftir langa pásu. Þessi pása var svo atburðarík að við ákváðum að við þyrftum að tileinka heilum þætti í gott spjall um hvað við vorum að bralla. Its good to be back

111. Hjúkrunarfræðingurinn sem drap

February 22, 2023 21:46 - 1 hour - 139 MB

Sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur? Skiptir ekki máli, hann gerði alltof mikið af hlutum sem hann átti alls ekki að gera og alltof margir frískir sjúklingar enduðu í öndunarstoppi þegar hann var á vakt. Tilviljun?

110. Hvarf þýsku fjölskyldunnar í Death Valley

February 12, 2023 18:33 - 1 hour - 156 MB

Hæ hæ stelpur! Þetta erum við stelpurnar í Já elskan. Þátturinn í dag fjallar um Þýska fjölskyldu sem hvarf sporlaust í Death Valley í Californiu árið 1996. 13 árum seinna kom í ljós hvað kom fyrir í raun og veru. Matarsmökkunarmyndband á instagram!

109. TIFU - okkar sögur

January 15, 2023 19:45 - 1 hour - 47.1 MB

Það er laugardagskvöld. Við stöllur keyptum okkur kínverskan mat, kveiktum á kertum og settumst við micinn. Í þessum þætti af Já elskan hlæjum að misförum hvor annarrar. Today I Fucked Up - okkar edition. Ha, var landsleikur?

108. Brynhildur rænd á Tene

January 05, 2023 13:07 - 1 hour - 72.7 MB

Brynhildur Karlsdóttir er höfundur af Já elskan intro laginu, tónlistarkona, sviðslistahöfundur, kjánaprik og reglulegur gestur Já elskan. Þið munið kannski eftir henni í 93 þætti af Já elskan "Flo appið virkar ekki" en þar misstókst henni að nota Flo appið sem getnaðavörn, eins og fleirum reyndar.. Í dag mætir hún til leiks, nú nýbökuð móðir með brjóstaþoku. Brynhildur ræðir jólabrasið (eða skortinn því á) og leggur línurnar fyrir komandi ár. 

107. Dráttarbíllinn

December 08, 2022 23:03 - 59 minutes - 46.2 MB

Klámvísur, klámsjúkrabíll, EmmsjéGautaKlám, klámvírusar, klámbrandarar, klám klám klám en líka jól í þættinum í dag. Happy quismos

106. Catfish

November 27, 2022 23:13 - 1 hour - 73.6 MB

Þetta er saga um konu sem heitir Kirat Assi og mann sem heitir Bobby. Sagan fjallar um það hvernig Bobby stjórnaði Kirat í yfir 10 ár, eyðilagði ferilinn hennar, vinasamböndin hennar og möguleikann hennar til að eignast fjölskyldu. Þetta byrjaði sem ástarsaga sem endar í hryllingi. Þetta er stærsta catfish atviki sem að sögur fara af.

105. Morðinginn í Waukesha skrúðgöngunni

November 20, 2022 22:48 - 1 hour - 55.9 MB

Þann 21.nóvember keyrði Darrell Brooks inn í skrúðgöngu eftir að hafa rifist við fyrrverandi kærustu sína með þeim afleiðingum að 6 létu lífið og tæplega 70 slösuðust alvarlega. Myndir og myndbönd á instagramminu - Já elskan

104. Fanginn í Norður Kóreu

November 09, 2022 23:29 - 1 hour - 62.2 MB

Otto Warmbier var 21 árs gamall nemandi frá Bandaríkjunum sem hafði einstakan áhuga á því að ferðast á staði sem mamma þín vill ekki að þú farir á. Hann fer með vinum sínum til N-Kóreu þar sem ein lítil mistök breyta lífi hans að eilífu

103. Chillingham Kastali

November 02, 2022 22:14 - 48 minutes - 44.2 MB

Chillingham Kastali var eitt sinn klaustur sem fékk svo seinna meir annan tilgang. Þar bjó maður að nafni John Sage, aka John Dragfoot, sem hafði þann eina tilgang að pynta fólk til upplýsingasöfnunar. Hann notaði pyntingaraðferðir á borð við The Cage, Iron Maiden og The Rack og naut þess til hins ýtrasta. Í dag er ekkert nema bullandi draugagangur í kastalanum og ÞÚ getur farið og skoðað hann (en þá þarftu að eiga fyrir flugi, gistingu og uppihaldi)

102. Barnarán og barnalán

September 28, 2022 22:13 - 1 hour - 54.8 MB

Júlía Tómasdóttir er kynnt til leiks í þessum þætti af Já elskan 🥰 Því næst tekur við hryllingssaga um stærsta barnarán í sögu Californíu... til þess að halda í barnaþemað. 

101. Hryllingurinn í Soka skógi

August 11, 2022 19:50 - 53 minutes - 46.8 MB

Árið 2014 hvarf ungur strákur af götum Ibadan borgar í Nígeríu. Vinir hans fá símtal frá honum þar sem honum hafði verið rænt. Leitin að honum uppljóstraði hrylling sem hafði átt sér stað djúpt inn í Soka skógi í 10 ár. Þessi er vel bloody... 

100. AFMÆLIS AITA

July 27, 2022 20:51 - 55 minutes - 49.4 MB

Í þessum HUNDRAÐASTA þætti drögum við úr gjafaleiknum og hendum svo í góðan Am I the asshole!! 

99.5 Gjafaleikur

July 20, 2022 22:54 - 46 minutes - 42.8 MB

Næsti þáttur verður þáttur númer 100 og hvernig er eiginlega betra að fagna því en með gjafaleik??  Og svo getum við auðvitað ekki hætt að tala þannig þessi örstutti kynningarþáttur á gjafaleiknum endaði í 45min spjalli. Hvern langar ekki að vera með skærhvítar tennur með glænýjan flottan bakpoka í ferðalagi og koma svo heim og sjá fallegt plakat af Gleym-mér-ei jurtinni?  Takk Hrím Hönnunarhús fyrir að taka þátt í þessu með okkur!! Kíkið á okkur á Instagram: Jaelskan - þar förum við yfir r...

99. Bohemian Grove - Sumarbúðir elítunnar

July 08, 2022 07:25 - 55 minutes - 50.9 MB

Bohemian Grove mætti líkja við sumarbúðir fyrir volduga og ríka karlmenn. Þeir koma saman einu sinni á ári og eyða tveimur vikum saman á stóru landsvæði sem kallast Bohemian Grove. Samkvæmt þeim er þetta bara chill og næs með bjór en samkvæmt fyrrverandi meðlim þá eru haldnar stórfurðulegar seremóníur þar sem þeir klæða sig í rauða sloppa, syngja lag og henda beinagrind úr við í eld. Dæmi um meðlimi eru allir Repúblikana forsetar síðan 1923 eins og George Bush, Richard Nixon - og hver veit n...

98. Teal Swan - Cult leader

June 23, 2022 07:22 - 1 hour - 63.1 MB

Teal Swan er andlegur leiðtogi sem er með milljónir fylgjenda. Private Investigator fer að rannsaka hana og kemst að því að þetta er cult. Warning: mikið rætt um sjálfsmorð og misnotkun á börnum.

97. Johnny Depp vs. Amber Heard

June 10, 2022 19:24 - 1 hour - 60.7 MB

Enn eitt podcastið með sitt take á þetta dómsmál.. en við spjöllum sérstaklega skemmtilega um það, lofa. Ert þú meiri Amber eða Johnny manneskja?

96. Yuba County Five

May 28, 2022 16:07 - 40 minutes - 31.5 MB

Yuba county five voru 5 bestu vinir sem fóru saman á körfuboltaleik í næsta bæ og sáust aldrei aftur á lífi. Vinirnir keyrðu í allt aðra átt en þeir áttu að fara, fóru út úr bílnum í miðju skóglendi og gengu af stað inn í skóginn. Þetta skrítna mál er viðfangsefni þáttarins að þessu sinni ásamt Tene sögum frá Krissu Rokk. Instagram: jaelskan

95. AITA - Stebbi edition

May 11, 2022 23:42 - 1 hour - 84.8 MB

Hinn alræmdi Stefán Gunnlaugur úr Ekkertaðfréttapodcast fór með okkur yfir mikilvægustu spurningu dagsins - hver er rasshausinn/Am I the Asshole?  Allar kvartanir berast á [email protected] 

94. Illa planaða bankaránið

April 27, 2022 22:49 - 1 hour - 47.9 MB

Þú hefur væntanlega séð Love Actually eða The Holiday.. þetta er bankaránsútgáfan af því, fyrir utan það að einstaklingarnir sem komu að bankaráninu klúðruðu öllu sem þau gátu mögulega klúðrað. Afleiðingarnar voru sprengjuárás á McDonalds bílastæði og lík í frystikistu.

93. Flo appið virkar ekki

April 14, 2022 23:51 - 57 minutes - 44.9 MB

Brynhildur Karlsdóttir mætir til leiks með okkur þessa vikuna með stærri vömb en vanalega. Kristjana og Brynhildur treystu á Flo appið með þeim afleiðingum að þær ganga nú um götur Reykjavíkur eins og mörgæsir. 

92. CIA miðillinn

April 06, 2022 19:59 - 1 hour - 49.5 MB

Joseph McMoneagle er miðill sem hefur starfað fyrir CIA, DIA, SNA, DEA, Secret Service og FBI. Hann stundar það sem kallast remote viewing og var með yfir 80% success rate. Æskan hans var hins vegar erfið og það eru mörg áföll sem geta útskýrt heilabilun eða opnun á aðra vídd?

91. Kaffið sem olli lögsókn

March 31, 2022 21:16 - 40 minutes - 31.2 MB

Stella Liebeck fór í lúguna á McDonalds, keypti sér saklausan kaffibolla í morgunmat og lagði bílnum. Þegar hún var búin að setja sykurinn og rjómann í bollann þá hellti hún kaffibollanum yfir sig. 88 gráðu heita kaffið bræddi buxurnar sem límdust við húðina hennar og gera þurfti stórar aðgerðir til að laga brunasárið og koma henni úr lífshættu. Kristjana sötrar skítvolgt decaf sull á meðan hún rennir yfir staðreyndir málsins. 

90. Elan - Heimavistarskóli djöfulsins

March 17, 2022 19:07 - 1 hour - 53.4 MB

Elan skólinn var heimavistarskóli fyrir vandræðaunglinga. Reglurnar sem að krakkarnir þurftu að fylgja voru hreint út sagt ógeðslegar. Þau voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi og lýsingarnar sem koma frá fyrrum nemendum eru ótrúlegar. Skólinn var starfrækur í 41 ár og honum var ekki lokað fyrr en 2011.

89. Dauðadagur Mac Millers

March 10, 2022 20:40 - 56 minutes - 43.5 MB

Mac Miller var ekki bara heimsfrægur rappari heldur var honum lýst sem góðhjörtuðum dugnaðarforki sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Frægðinni fylgdi hins vegar mikil fíkniefnaneysla on og off sem að lokum dró hann til dauða. Hann lést af völdum of stórs skammts af fíkniefnum en krufningin leiddi hins vegar annað í ljós.  

88. Gjörningar Marinu Abramovic

March 02, 2022 21:55 - 49 minutes - 38.4 MB

Marína Abramovic eða "the grandmother of performance art". Í þessum þætti förum við yfir ævi Marínu þar sem hún hefur sett upp allskyns listagjörninga - sumir hrottalegir og ótrúlegir. Eftir að þið hafið hlustað á þáttinn þá verðið þið að horfa á þetta myndband (frá 1:14) (alls ekki horfa á þetta fyrir þáttinn): https://www.youtube.com/watch?v=OS0Tg0IjCp4&ab_channel=GMazz Ps. Stórar fréttir í upphafi þáttar

87. Hryllingur Turpins fjölskyldunnar

February 24, 2022 21:59 - 55 minutes - 43.3 MB

Jordan Turpin var 17 ára gömul þegar hún flúði heimili sitt að morgni 14. janúar árið 2018. Hún og 12 systkini hennar bjuggu við hrottalegt heimilisofbeldi þar sem þau voru hlekkjuð niður í rúmin sín, beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi og læst inni í hundakofum.. allt skv. biblíunni sögðu foreldrarnir.

86. Gjaldþrota lottóvinningshafinn

February 10, 2022 19:22 - 42 minutes - 33.2 MB

William Post “Bud” lenti í lukkupottinum um fertugt þegar hann vann næst stærsta lottóvinning sem nokkur hafði unnið í Pensilvaníu árið 1988. Hann fór á eitt ruglaðasta shopping spree sem sögur fara af og þrátt fyrir að eiga von á 200 milljónum á hverju ári í 26 ár, þá tókst honum að eyða öllu og langt umfram það á aðeins 8 árum. Sagan af Bud er sorgleg en samt smá sæt líka. Takk GUM fyrir að halda tannheilsunni okkar í lagi Myndir á gramminu!

85. BA 5390 - Mayday

February 02, 2022 20:47 - 47 minutes - 36.8 MB

10. júní 1990 var örlagaríkur dagur í lífi farþega og flugáhafnar sem voru á leiðinni til Málaga á Spáni. Nokkrum mínútum eftir að flugvélin tók á loft losnaði einn gluggi í flugstjórnarklefanum sem endaði með því að flugstjórinn fauk út og festist á þaki flugvélarinnar... the rest is in the episode. Takk GUM fyrir að sponsa þennan þátt!

84. Dyatlov Pass atvikið

January 27, 2022 00:18 - 1 hour - 48.1 MB

10 ungmenni lögðu af stað í leiðangur í Rússlandi árið 1959 en þegar þau höfðu ekki skilað sér eða látið heyra í sér nokkrum vikum seinna fóru leitarteymi af stað. 9 af þeim fundust látin en dánarorsök eru enn óljós.. Einhverjir fundust þar sem búið var að rífa tungu, varir, augu og fleira úr og af en formleg dánarorsök var ofkæling. Hvernig í fjandanum?

83. Síðasti dagur Díönu prinsessu

January 19, 2022 22:35 - 1 hour - 54.7 MB

Þann 31. ágúst 1997 lést Díana prinsessa í bílslysi. Það var allt stórfurðulegt við þetta bílslys sem átti sér stað í göngum í París. Af hverju virkuðu ekki eða var slökkt á öllum þessum 14 eftirlitsmyndavélum sem voru í göngunum? Af hverju fór sjúkrabíllinn ekki beint með hana á spítalann heldur keyrði löturhægt og stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni? Ansi margt fór úrskeiðis þetta kvöld sem við vinkonur ræðum í þaula í þessum þætti.  Myndir á Instagram

82. The Kursk og kafbátaslysið

January 13, 2022 20:57 - 53 minutes - 41.5 MB

Miði fannst á hafsbotni sem að lýsti hryllilegri upplifun þeirra 113 manns sem skipuðu áhöfnina í Rússneska kafbátnum, the Kursk. Miðinn lýsir því hvernig áhöfnin sat föst á botni Barentshafs í 9 daga. Myndir á gramminu! Þessi þáttur er í boði GUM, við vinkonur erum sérstaklega spenntar fyrir rafmagnstannburstanum frá þeim, GUM Sonic ActiVital.

81. Lyfjarannsóknin sem fór úrskeiðis

January 05, 2022 23:21 - 1 hour - 47.5 MB

Fyrir nokkrum fáeinum stuttum örlitlum árum síðan var gerð saklaus lyfjarannsókn í London á 8 karlmönnum. Hún var ekki sauklausari en það að 6 af þeim enduðu með líffærabilanir og 2 í öndunarvél. Brútal dæmi

80. Rammstein

December 18, 2021 16:58 - 1 hour - 51.1 MB

Bliðgunarkennd bandaríkjamanna, dildóar og eldvörpur. Við spjöllum um þegar Rammstein tröllreið öllu.

79. Bobby Fischer - Gyðingahatur og Ísland

December 08, 2021 23:28 - 52 minutes - 40.6 MB

Bobby okkar Fischer, Fischer okkar Íslendinga átti erfitt uppeldi og stórfurðulegt líf sem innihélt meðal annars fleiri fleiri milljónir dollara í verðlaun, fangelsi í Japan, gyðingahatur, heimsókn til Íslands og síðar ríkisborgararétt en fyrst og fremst einstaka hæfileika í skák. Hlustið og þér munuð heyra.